Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Boltun klifurleiða komin í öfga? › Reply To: Boltun klifurleiða komin í öfga?

Frábært að heyra með boltaþingið, vissi einmitt að covid hefði eitthvað hrist upp í þessu en var ekki viss hvort það hefði verið haldið þrátt fyrir það eða ekki. En gott að heyra að það er á dagskrá, ég er sjálfur endilega til í að vera með.
Og já þetta er einmitt kletturinn sem ég á við. Veit heldur ekki hver hugmyndin var og það má eflaust vera að þetta eigi að vera blandaðar leiðir, en mjög undarlega uppsett þar sem það er ekki eins og boltarnir séu á illtryggjanlegum stöðum. T.d. F6 er vel boltuð hálfa leið og svo stoppa bara boltarnir, eins og einhver hafi bara gefist upp á henni, og ekkert akkeri. Og boltaði hlutinn er alveg jafn tryggjanlegur og óboltaði.
Ég er alveg sammála með varasömu lausu steinana í toppinn, sem er einmitt önnur ástæða fyrir því að mér fannst þetta varasamt þar sem maður var að vega salt á einhverjum flykkjum á brúninni, að reyna að finna akkerið sem var talað um yfir F7, sem við svo fundum aldrei (sigum niður og leituðum um allt). Og þá er kannski spurningin, er einhver misskilningur að eigi að vera akkeri þarna, eða er það komið með einhverju grjótinu niður að vegi?