Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

Home Umræður Umræður Almennt ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

#61937
Sissi
Moderator

Athugið að fundinum er frestað um viku til 23. ágúst. http://www.isalp.is/en/news/fundur-2-um-framtid-bratta

Á síðasta fundi kynnti Helgi tilurð samkomulagsins við FÍ. Ég fór yfir 5 kosti í stöðunni, að klára málið með FÍ, að klára málið með FÍ eða öðrum aðila með breyttu fyrirkomulagi, að félagar myndu kaupa hlutinn, að ÍSALP kláraði dæmið sjálft með 60 fm skála og að ÍSALP kláraði málið sjálft með 36 fm. skála.

Raunhæfir kostir að mati fundarmanna voru tveir: að fá FÍ til samstarfs við að klára 60 fm hús eða að ÍSALP myndi sjálft klára 36fm hús.

Stjórn klúbbsins mun keyra á fyrri möguleikann ef það kemur ekki fram hópur með fýsilega tillögu varðandi síðari kostinn, sem er treystandi til að klára málið.

Þeir sem hefðu hug á að skoða síðari kostinn mættu endilega gefa sig fram fyrir næsta fund.

Það er mjög mikilvægt að hafa tvo kosti til að skoða, að félagsmenn velji þann sem hentar betur og að breið samstaða sé um málið. Bratti er mestu verðmæti ÍSALP og ég hvet félagsmenn til að kynna sér málið, mynda sér skoðun og mæta á næsta fund, í Klifurhúsinu þriðjudaginn 23. ágúst kl. 20.

  • This reply was modified 7 years, 9 months síðan by Sissi.