(Icelandic) Fundur #2 um framtíð Bratta

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Á þriðjudaginn síðasta var haldinn umræðufundur um Bratta. Formaður hélt kynningu um sögu málsins og kynnti samkomulag milli ÍSALP og FÍ sem lesa má um hér á heimasíðunni. Þá hélt Sissi gott erindi um aðra möguleika í málinu. Að kynningum loknum voru umræður um málið. Í alla staði góður fundur og til þess fallinn að skapa breiða sátt um framtíð Bratta. Við ætlum að halda þessum umræðum áfram og stefnum á að hittast þriðjudaginn í næstu viku, 23.ágúst kl. 20 í Klifurhúsinu.