Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2015-2016 Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

#60721
Arni Stefan
Keymaster

30. jan – Grafarfoss

Frekar snísað, og slatti í aflíðandi hlutum. Skrúfur voru eftir aðstæðum misjafnar. Virðist sem eitthvað hafi lifað hlákuna af og sá ís virtist þéttari.

31. jan – Kjósarskarð, Meðalfellsvatn og Eilífsdalur

Spori og félagar litu út fyrir að vera þunnir en klifranlegir.

Slatti af minni fossum í Meðalfelli klifranlegir en þunnir. Áslákur náði rétt svo saman og hefði gott af nokkrum dögum enn.

Eilífsdalur séður frá sumarbústaðaþyrpingunni var mun hvítari en fyrr í vetur. Flestar leiðir litu frekar út fyrir að vera skíðaleiðir.