Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2015-2016 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016
17. janúar, 2016 at 23:39
#59734

Moderator
Ég og Maggi Blö fórum í Múlafjall í dag ásamt tveimur félögum úr HSSR sem voru að prófa sína fyrstu leiðslu. Fyrir valinu var svæði sem kallast Gryfjan samkvæmt Múlafjalls-topo. Mikið er af góðum ís núna í Múlafjalli og lítill snjór.
Ég bætt inn hugmynd að nafni á þessum hluta Múlafjalls ásamt þremur leiðum, þ.e. þessar tvær sem við klifruðum í Gryfjunni í dag og Járntjaldið sem við klifruðum fyrir viku.
Við erum klárlega á leiðinni aftur í Múlafjall fljotlega og höfum þegar augastað á nokkrum verkefnum.
Kveðja,
Arnar