Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2015-2016 Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

#59558

Í gær sunnudaginn 10. jan. fórum ég og Maggi í Múlafjall. Við vorum ákveðnir í að klifra á svæðinu sem liggur austan megin við Íste og komum fljótlega auga á spennandi leið sem lág næstum beint upp frá bílastæðinu. Greiðlega gekk að fara upp fönnina sem liggur beint upp að fyrsta ísbunkanum.

Klifrið hófst á stuttri brattri línu til að komast upp að aðal fossinum. Hægt er þó að sleppa henni og með því að fara upp vinstra megin við hana. Þar fyrir ofan tók við stíft klifur upp í ágætis helli sem var erfitt stíga upp í. Eftir smá hvíld þar tók við hressandi útkoma úr hellinum út á kertaðan og lóðréttan ís upp á snjó syllu. Í lokin tók svo við um 20-25 m spönn upp á brún. Uppi var ekkert til að tryggja í nema snjór og smá mosi.

Þessi leið er nr. VII í topo-drögunum sem Robbi og tók saman. Segir þar: „Óþekkt lína. Lúkkar vel en viðist enda í einhverju klettamambói“.

Þar sem við höfum ekki geta fundi nafn þessarar leiðar kjósum við að nefna hana Drjúpandi þar til „rétta“ nafn hennar fæst. Nafni ætti að falla vel að nöfnum annarra ísleiða í Múlafjalli en einnig draup nokkuð úr leiðinni í millistansinum sem varð til þess að axir og akkeri ísuðust upp í frostinu.

Við kjósum að gefa Drjúpanda gráðuna WI4 og heildar lengdin um 65 m.

Attachments: