Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2015-2016 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016

Múlafjall, Brynjudalur og Grafarfoss 29.des 2015.
Múlafjall:
Nægur ís og ekki mikið breyst síðan í jólaklifrinu. Ísinn er mjög blautur og lélegur til vþræðinga í toppinn. Mikið af snjó við brúnina og í leiðum sem eru í litlum halla.
Mömmuleiðin: Þunnur ís í kverkinni í byrjun og hægt að klippa í bolta á lykil stöðum. Tæpur ís um miðbik en skánar þegar ofar dregur og þykkur í toppinn.
Íste: Nær niður
Pabbaleiðin: Byrjunarkertið orðið þynnra en vel klifranlegt
Léttu leiðirnar eru feitar
Rísandi og stígandi: Nægur ís séð frá veginum.
Brynjudalur:
Ennþá ís séð úr fjarska og að öllum líkindum hægt að klifra léttari leiðirnar
Ýringur: Þunnur ís í byrjunarhöftum og eins og það væri rennsli í höftunum. Efsta haftið lúkkaði gott en kertað. Blá toppur efst í fjallinu leit út fyrir að vera í fínum aðstæðum
Óríon: Kertið leit ú fyrir að vera spik feitt, óvitlaust að bíða eftir meira frosti samt.
Grtafarfoss:
Orginallinn er í rusli og rennandi vatn
Miðjan er ekki mikið breytt en hætta á slæmri skel um miðbik, kertið í toppinn ennþá í lagi
Vinstra afbrigði: fyrri partur (40m) blönduð af mjúkum og skeljuðum ís. Efri partur með mikilli skel og mjúkum ís, ís eitthvað farinn að losna frá klettinum á möfum stöðum og erfitt að tryggja.
Góða skemmtun.
Robbi
-
This reply was modified 9 years, 2 months síðan by
Robbi.