Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2015-2016 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016
7. desember, 2015 at 12:00
#59162

Participant
Fórum nokkur úr Hafnarfirði í Tvíburagilið í Búahömrum gær. Mikið af ís í gilinu og innri og ytri Tvíburafossarnir í fínum aðstæðum, aðeins snjóskel sumstaðar á ytri fossinum en ekki til vandræða. Töluvert af skafsnjó í öllum giljum þó að lítill snjór væri almennt á svæðinu. 55° dálítið hvítar að sjá en fórum ekki upp að þeim.
Kveðja,
Bergur