1908803629

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 126 through 150 (of 187 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Hraundrangi? #53053
    1908803629
    Participant

    Takk fyrir að benda á það augljósa Siggi;-)

    I’m on it, hef ágætis tíma í svona dútl í fæðingarorlofinu hér á Akureyri. Þó bý ég klárlega ekki yfir sömu reynslu og flestir Ísalparar enda bara aumur sportklifrari. En ég, ásamt Erni, geri draft sem menn geta svo rýnt í.

    in reply to: Hraundrangi? #53051
    1908803629
    Participant

    Já, takk fyrir upplýsingarnar öll sömul en við Örn létum vaða í dag og gáfum okkur góðan tíma í þetta, samtals 8 tíma með tilheyrandi villugötum.

    Hraun(hrúgu)drangi er klárlega magnaður tindur og með því svakalegasta sem ég hef farið til þessa, enda eini staðurinn þar sem ég treysti mosanum nánast meira en klettunum/steinunum/hrúgunum.

    Ég tek undir með Árna að það mætti alveg bæta úr með upplýsingar um leiðina upp enda hægt að stuðla að stórbættu öryggi með því. Ég skora því á stjórnina að vinna að því sem fyrst.

    in reply to: Hraundragi #52979
    1908803629
    Participant

    Fyrst það er byrjað að smala í ferð á Hraundranga þá myndi ég gjarnan vilja fljóta með, ef ég má. En þetta yfðri ferð þangað upp. Ég verð á Akureyri í allt haust og því stutt að fara.

    Ágúst Kr. 824-5846
    agusts(hjá)internet.is

    in reply to: 10 Tindar #53002
    1908803629
    Participant

    Þetta er snilldarhugmynd og hvetjandi. Ánægjulegt að lummulega hugmynd mín að uppáhaldsfjalli varð að einhverju alvöru.

    Annars hef ég ekkert við hann að bæta enda flennigóður listi… og hef nú skýrari sýn á hvert á að stefna. Takk.

    in reply to: Skiltið við Valshamar #52983
    1908803629
    Participant

    Já, var einmitt að spá í þessu… Þegar ég kom að síðast þá var eins og einn hesturinn væri með afturendan límdan við staurinn, og var ekki á leið með að færa sig þegar ég reyndi að festa skiltið aftur á.

    Sem sagt… Hestarnir fá greinilega eitthvað út úr því að kynnast þessu skilti okkar sem best og því ólíklegt að okkur takist að halda því föstu á stönginni, sérstaklega ekki ef það er í þessari hæð.

    Jú, ein lausn væri að hafa skiltið hátt hátt uppi en hvað með að festa það alveg við jörðina, þá eru held ég minkandi líkur á því að hestarnir juðist í því eða að það detti úr og það væri engin fyrirhöfn að koma því fyrir þannig, á stönginni…

    Svo er held ég gott húsráð að leggja þar sem maður sér bílinn, þannig að maður getur brugðist skjótt við ef hestarnir skyldu fara nærri.

    in reply to: Lausn a tryggjara halsrignum #52951
    1908803629
    Participant

    Gargandi snilld… hvenær kemur þetta í klifurhúsbúlluna?

    in reply to: Klifurmaraþon #52930
    1908803629
    Participant

    Hvenær koma myndir?

    in reply to: búlder og jafnvel meira við Akrafjall? #52900
    1908803629
    Participant

    Ok, allt mjög áhugavert og klárlega þörf á updeiti á topos um nýjustu klifursvæði landsins. Það væri t.a.m. gaman að vita hvar þessi boltaða leið er við Akrafjall, hver er gráðan, hversu há etc.

    Og já, kallinn er klár í Hraundranga í lok sumars, mun valhoppa það ;-)

    in reply to: Brennivín #52723
    1908803629
    Participant

    magnað – um að gera að fá kappann til landsins og fá myndasýningu frá honum um leið. Hrikalega athyglisverður gaur.

    in reply to: Brennivín #52721
    1908803629
    Participant

    Ok, spyr sá sem lítið veit… Var Will Gadd einhvern tíman á Íslandi og hvað gerði hann?

    in reply to: Skíðafrýr á ferð #52689
    1908803629
    Participant

    Takk fyrir hvetjandi sögur af fjallalífi. Ýtir vel við okkur hinum sem sitja sveittir í sófanum ;-)

    in reply to: Var að berast frá Alaskan Alpine Club #52673
    1908803629
    Participant

    Þetta er snilld… mig vantar einmitt axir og fleira. Spurning hvort maður sendi bara línu á öll klifurfélög heimsins og bíð svo spenntur heima :-D

    in reply to: Lagabreytingar og stefnumótun #52426
    1908803629
    Participant

    Eins góð og skrifleg samskipti geta verið þá eru þau auðvitað alltaf háð því að erfitt er að túlka skilaboðin að fullu. Ég vona allavega að þau skilaboð sem hafa komið frá mér hafi ekki verið túlkuð þannig að ég sé eitthvað “fúll á móti” bara af því að ég er að reyna að upplýsa betur um efni og áherslur laganna. Þó ég hafi ekki talað við aðra stjórnarmenn þá held ég að það sé sama upp á teningnum þar, allavega í allflestum tilfellum.

    Ég er ekki heldur að “verja” þessi nýju lög, eingöngu að reyna að upplýsa.

    Það er aftur á móti ekki rétt að eingöngu einn aðili hafi séð um breytingarnar á lögunum og að fæstir stjórnarmenn hafi lesið yfir með gagnrýnu hugarfari. Þó að ég hafi gert fyrsta uppkastið þá fór þetta marga hringi innan stjórnar og jafnframt farið yfir efnistök á tveimur, eða þremur, stjórnarfundum (man það ekki alveg).

    Spurt er, hvers vegna að breyta bara til að breyta? og þá verið að vísa í fyrstu greinar nýju laganna.

    Hugsunin var amk sú að við vildum að nýju lögin tækju mið af nýrri stefnumótun, þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu fjallamanna (af því að það eru ansi margir fjallamenn sem eru ekki félagar í klúbbnum) og að vexti (sem er visst framhald af fyrri punktinum en einnig að leggja aukna áherslu á að laða að nýliða og vera aðgengilegri nýliðum). Þetta kemur jafnframt fram í framtíðarsýninni í stefnumótuninni.

    Þetta eru áherslubreytingar sem við viljum að séu sýnilegar og muni einkenna störf klúbbsins til frambúðar. Þetta er semsagt viðbót við það sem þegar hefur verið skilgreint sem grunnlýsing á Íslenska alpaklúbbnum, en orðað öðruvísi. Annað sem kemur fram er að taka á alveg sömu hlutum og þegar eru til staðar í klúbbnum, en orðað öðruvísi og jafnframt örlítið ítarlega.

    Fyrir mína parta hefur þú vissulega vakið mig til umhugsunar og er ég ánægður með að þú hafir komið þínum skoðunum á framfæri. Mér þykir jafnframt slæmt að það séu ekki fleiri að tjá sig um þessi mál, hvort sem það sé jákvæðum eða neikvæðum nótum. Við munum klárlega taka aðeins til í lögunum, þá sérstaklega málfar en það er spurning með restina, þ.e. hvort það sé í lagi að við förum að breyta efnisáherslum með svo stuttum fyrirvara…

    Verði það svo raunin að lögin fái ekki kosningu vegna þeirra efnisathugasemda sem hafa komið fram þá verða þau væntanlega endurskoðuð og bætt fyrir næsta aðalfund/félagsfund, ef vilji er fyrir því.

    in reply to: Lagabreytingar og stefnumótun #52422
    1908803629
    Participant

    Örstutt svar varðandi orðalag og málfar þá fengum við eitt stykki íslenskufræðing til að lesa yfir lögin, einmitt í þeim tilgangi að tryggja að ekki yrði gert lítið úr okkar ylhýra.

    En það er greinilegt að það má gera gott betur í þessum málum og er ég fullviss um að slíkar lagfæringar geti hæglega átt sér stað einhvern tíman í þessu ferli.

    Hvað varðar aðrar athugasemdir, er varða efnislega þætti laganna, þá fögnum við allri umræðu og endanleg ákvörðun verður tekin á aðalfundi, með “leynilegri” kosningu ;-)

    in reply to: Lagabreytingar og stefnumótun #52415
    1908803629
    Participant

    Rétt til að fylgja eftir svari Smára þá eru breytingarnar í raun ekki svo miklar þar sem fyrst og fremst er verið að færa þær í nútímalegt horf, uppfæra í samræmi við núverandi tíðaranda og svo breyta ákveðnum praktískum hlutum. Allir lykilþættir sem koma fram í upphaflegu lögunum eru þar ennþá en helstu breytingarnar snúa að eftirfarandi:

    1) Uppstillingarnefnd breytist í kjörstjórn þar sem aukin áhersla er lögð á að hvetja til þáttöku í stað þess að í dag er meiri áhersla á að “sjanghæa” menn í stjórn, þ.e. hringja í vænlega menn og fá þá í stjórn. Þetta er gert til að opna klúbbinn betur og auka líkur á að fleiri bjóði sig fram til stjórnar.Einnig er kallað eftir auknu “samráði” við stjórn áður en kosningar hefjast, þrátt fyrir að kjörstjórn er að sjálfsögðu sjálfstæð í starfi. Loks eru skýrari “leikreglur” um kosningar einfaldlega til að hafa skýrari leikreglur um framkvæmd þeirra.

    2) Lágmarksaldur hækkar í 18 ár, til samræmis við lög landsins um sjálfræði.

    3) Meðlimir stjórnar fá frítt árgjald það ár sem þeir sitja í stjórn, sem er að mínu mati lítil umbun fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf. En þetta er hugsanlega smá gulrót til að taka þátt í stjórnarstarfi klúbbsins. Þess má geta að ég kom með þessa tillögu inn í lögin en ég er sjálfur að segja mig úr stjórn og mun ekki “njóta góðs” ef þessum breytingum.

    4) Meðferð utankjörfundaratkvæða þar eins og Palli lýsir að ofan. Gert til að sem flestir geti verið virkir þátttakendur í starfi, ótengt aðsetur.

    Hvað varðar frekari úrskýringar þá verður að sjálfsögðu farið yfir þessar breytingar á aðalfundi enda verður kosið um þetta þar.

    Öll vinnubrögð við þessar lagabreytingar eru í samræmi við núverandi lög og á ég erfitt með að skilja af hverju 2 vikur eru ekki nægur tími fyrir þetta mál og boðið upp á rými til umræðu hér á vefsíðunni þangað til.

    Þessi lög hafa verið unnin vel að okkar mati með aðstoð lögfróðra manna og efni og áherslur í samræmi við eðlilega vinnuhætti. Ég hvet Palla, sem og aðra félagsmenn, að tjá sig um þessi mál og útskýra þá betur hvað það er sem veldur þessari óánægju. Það er hið besta mál að vera fúll á móti en ég vona að Palli geti útskýrt það betur hvaðan óánægjan kemur.

    in reply to: Ap #52211
    1908803629
    Participant

    Já, góðar fréttir.

    Ég sakna þess mikið að geta keypt Rock and Ice og Climbing. Kannski eykur Penninn úrvalið ef þesi tilraun gengur vel ;-)

    in reply to: Everest 82 – the movie #52137
    1908803629
    Participant

    K2 var fínasta ræma, í raun þrælgóð kvikmynd og góð skemmtun. En mér fannst hún á engan hátt gera fjallamennskunni jafn góð skil og E 82. Það er reyndar þó nokkuð síðan ég sá myndina (K2) en ég man hvað það virkaði auðvelt og fljótlegt að komast upp fjallið og hef einmitt lesið gagnrýni um einmitt það. K2 skemmtilegri og betri mynd en Everest 82 er að mínu mati betri “fjallamennskumynd”, ef það orð er til.

    Já, tók einmitt líka eftir því að búnaðurinn var furðu nýlegur, var einmitt passlega lengi að átta mig á því að þetta átti að gerast ’82 ú af því… Þó komu adidas gallarnir sterkir inn ;-)

    in reply to: Langar þig til Pakistan eða Tíbet? #52122
    1908803629
    Participant

    Frábært að fá svona fyrirspurn og snilld ef eitthvað verður úr þessu. Plastklifrarinn ég mun vissulega ekki nýta mér þetta en vonandi hoppar einhver harðkjarninn á tilboðið.

    in reply to: bókmenntir og saga #52028
    1908803629
    Participant

    Þakka fyrir frábært innlit í fortíðina, maður þarf greinilega að fara að lesa meira um þessa kappa.

    in reply to: Tindfjallaskálinn – aftur #51979
    1908803629
    Participant

    Til upplýsinga mun stjórn Ísalp funda bráðlega þar sem svör við þessum fjölmörgu spurningum verður vonandi svarað.

    Annars vona ég að félagsmenn átti sig á því að hvatinn á bak við þessar tillögur var einn. Það er að bæta aðstöðu félagsmanna í skálanum til frambúðar. Þetta tilboð frá FÍ var lausn sem við töldum mjög fýsilega og bárum því undir ykkur félagsmenn. Við töldum tímann nægan til ákvarðanatöku en hann hefur greinilega farið eitthvað fyrir brjóstið á mörgum og furðulega margar samsæriskenningar hafa læðst á yfirborðið á mjög skömmum tíma.

    Ég er ánægður hve virk umræðan hefur verið enda fátt mikilvægara. En á sama tíma hvet ég félagsmenn til þess að taka þátt í málefnalegri umræðu og nálgast umræðuna út frá því sjónarmiði að bæði stjórn Ísalp og stjórn FÍ hefur einlægan vilja til þess að gera hlut félagsmanna Ísalp sem bestan. Hugsanlega er þetta ekki besta lausnin sem við lögðum til en það kemur í ljós að lokum. Sjálfur hef ég mikla trú á þessari aðkomu FÍ og tel hana veita skjótastan ávinning og jafnframt langtímalausn.

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51926
    1908803629
    Participant

    Ég held að það sé klárt mál að Ísalp félagar græða bara á þessu. Áfram öruggur aðgangur en í bættum skála. Ég skil vel að einhverjir séu haldnir smá nostalgíu með þennan skála og vilja því halda í hann en ég vona að menn sjái að þetta er lang skynsamlegasta lausnin, til langframa.

    in reply to: “klifur er ekki nógu spennandi lengur” #51897
    1908803629
    Participant

    Tær snilld – býður upp á nýtt orðaval, eins og :
    – cluck!
    – clucking bullshit!

    Og svo þegar þetta verður orðinn hluti af Íslenskri tungu þá birtist þetta í nýyrðaskrá og menn farnir að segja “ég er orðinn klökkin brálaður á þessu”, “þetta er klökkin klikkað” og “klökkin A”.

    cluck yeah!

    in reply to: Hvað er harðkjarna (e. Hard Core)? #51888
    1908803629
    Participant

    Ef við förum aftur að umræðuefninu þá held ég að við getum aldrei verið sammála um hvað harðkjarna er.

    Helst held ég að við getum sagt að skilgreiningar fólks um harðkjarna ráðist af því hversu duglegt það er í að stunda jaðarsport, þ.e.:
    – Aldrei í jaðarsporti, þá er allt sem er jaðar harðkjarna
    – Stundum í jaðar, þá eru þeir sem eru virkilega góðir í jaðar harðkjarna
    – Duglegir í jaðar, almennt sú skilgreining að ef það eru ekki margir sem ná þessu erfiðleikastigi, þá harðkjarna. Þó sumir sem segja – allir sem stunda jaðaríþróttir = harðkjarna.
    – Ofurhugar í jaðar… harðkjarna hvað?

    Held við komumst ekki lengra en þetta…

    in reply to: Búnaðarbazar: Til sölu / óskast #51868
    1908803629
    Participant

    Og hver verður prísinn á öxunum?

    in reply to: Hard Core? #51836
    1908803629
    Participant

    Úff hvað það verður gaman að sjá þetta myndband. Og já, þetta er hardcore.

    Mér tókst ekki að sjá myndbandið með því að nota slóðina sem var gefin upp fyrst. Þessi virkar: http://www.reelrocktour.com/trailers/index.html?v=../flvs/kinglines.flv

Viewing 25 posts - 126 through 150 (of 187 total)