Tindfjallaskálinn

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallaskálinn

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47005
    Skabbi
    Participant

    Vek athygli félagsmanna á frétt um Tindfjallaskálann hér að ofan. Hvernig líst mönnum á fyrirhugaðar breytingar?

    Allez!

    Skabbi

    #51916
    Páll Sveinsson
    Participant

    Er hægt að taka svona ákvörðun á einum fundi boðaðan með tölvupósti og smá auglýsingu á vefsíðu. Er þetta ekki málefni aðalfundar.

    kv.
    Palli

    #51917
    0311783479
    Member

    Saelir felagar,

    Mer finnst thetta hin besta lausn a malinu. FI hefur staerd og burdi til ad sinna vidhaldi a skalanum mun betur heldur en Isalp hefur tok til.

    Ad fa afslatt og forgang er mjog gott.

    Bestu kvedjur
    Halli

    #51918
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ef ég bíð nú 510Þ í skálan, á sömu kjörum, er hann falur?
    Er ekki eðlilegast að setja hann á sölu og kanna hvaða verð fæst fyrir hann ef á að selja hann yfir höfuð.

    kv.
    Palli

    #51919
    2502614709
    Participant

    Fí mun sjá til þess að skálanum verði viðhaldið,betra að hafa aðgang að góðum skála en eignarhald á ónýtum.Það hefur sýnt sig að sjálfboðavinna við skála Ísalp hefur ekki verið vinsæl meðal félagsmanna,allavega ekki síðari ár.Hæpið að einstaklingar myndu vilja eiga skálann með þeim skilyrðum sem fylgja sölunni.

    Kv Viðar

    #51920
    2003654379
    Member

    Sorrí Ingvar, pósturinn hér að ofan átti að sjálfsögðu að vera á nafni Viðars Helgasonar.

    kv. Viðar

    #51921
    0808794749
    Member

    Ég er viss um að það væru margir sem vildu eiga skála á þessum stað og myndu jafnvel bjóða 520 þúsund í hann. Að selja skálann einkaaðila myndi aldrei geta tryggt aðgengi félagsmanna til lengri tíma litið.
    Ferðafélag Íslands hefur sýnt að þeir geta, kunna og nenna að fara með skála á hálendinu og í raun verður breytingin engin nema til bóta, þar sem við munum hafa aðgengi að bættum skála.
    Þó Ísalp vilji hugsa stórt þá verðum við að horfast í augu við það að klúbburinn er ekki stór og samkeppnin um tíma fólks til að vinna í sjálfboðavinnu er orðin mikil.
    Við megum heldur ekki gleyma Bratta gamla sem einnig er orðinn lúinn. Ég tel að það sé okkur best að fókusera á að halda einum skála við frekar en að rembast við að halda úti tveimur stykkjum.

    #51922
    0704685149
    Member

    Palli ég bara trúi þessi ekki upp á þig.
    Mín skoðun er sú að það á ekki að selja hann til hæstbjóðanda sem er í “einkalandshugsun”.
    Tek undir með Sveinborgu.

    kveðja
    Bassi

    #51923
    2806763069
    Member

    Sorgleg staðreynd að Ísalp ræður ekki við að halda þessum sögufræga skála við. En það er fullreynt og löngu kominn tími til að leita annara leiða.

    En svona er það bara. FÍ hefur líklega öllu betri möguleika á að sýna skálanum þá virðingu sem hann á skilið.

    Og það er mikilvægast.

    #51924
    2604756069
    Member

    Það sem skiptir mestu fyrir fjallamenn er að þarna sé þokkalegur skáli sem er opinn Ísalpfélögum. Hver á hann er aukaatriði. Ef við fáum sérstakan afslátt og forgang, þá er það fínt. Hvað mig varðar væri ég tilbúinn að gefa FI skálann með þessum skilyrðum ef þeir halda honum við. Mögulega mætti setja einhverja fyrirvara í samninginn um riftingu verði um vanefndir að ræða.

    En einkaaðilum er því miður ekki hægt að treysta til langframa með svona skála. Því á ekki selja hann til slíkra nema fyrir himinháar upphæðir.

    #51925
    2806763069
    Member

    Er ekki bara hægt að selja Bratta líka?

    Af þessum tveimur skálum held ég að Tindfjallaskálinn sé miklu áhugaverðari fyrir Ísalp félaga (ég for reyndar mína fyrstu Ísalp/fjallaferð í Tindafjöll og það hefur ekki verið kynding í Bratta síðan að ég hóf minn feril, svo ég gæti verið lítillega hlutdrægur).

    En þegar á öllu er á botninn hvolft þá getur Ísalp augljóslega ekki staðið í þessum rekstir… (ég er alls ekki að kenna neinum um, þvert á móti eiga þeir einstaklingar sem þó hafa gert eitthvað heiður skilið, ég hef amk ekki lyft litlafingri)…auk þess sem bæði þessi svæði eru annaðhvort orðin óáhugaverð fyrir íslenskt klifur og fjallamennsku og/eða að menn gera það áhugaverða á einum degi.

    Bratti og Botnssúlur eru hinsvegar áhugaverð t.d. fyrir Landsbjörg. Tilvalið svæði til allra helstu æfinga í grunnfjallamennsku, nálægt Reykjavík og ekki of langt labb í áhugavert landslag.
    Að mínu mati mun hentugra svæði fyrir námskeið en Tindafjöll (en skiljanlegt að nýliðaþjálfarar kjósi frekar að fara í skálann með góðu kabyssunni en skálann með engri kabyssu).

    Það eina sem vantar er áhugaverður skáli með almennilegri kyndingu og þá eru Botnssúlur orðnar að topp æfingasvæði fyrir fjallamennsku 1 oþh námskeið!

    #51926
    1908803629
    Participant

    Ég held að það sé klárt mál að Ísalp félagar græða bara á þessu. Áfram öruggur aðgangur en í bættum skála. Ég skil vel að einhverjir séu haldnir smá nostalgíu með þennan skála og vilja því halda í hann en ég vona að menn sjái að þetta er lang skynsamlegasta lausnin, til langframa.

    #51927
    0801667969
    Member

    Viðar minnist á einhverjar skuldbindindingar sem fylgja sölunni. Væri hægt að fá að vita hverjar þær eru? (arnialf@vortex.is). Er ekki alveg á hreinu að skálanum verði viðhaldi í núverandi mynd verði af sölu? Ég sé ekki betur en ferðafélögin keppist nú um að kaupa upp alla kofa og skálalóðir sem hægt er að komast yfir á þessum slóðum. Ég vona að FÍ sé ekki bara í þeim hugleiðingum að komast yfir lóð.

    Fyrir tæpum þremur áratugum fór ég í mína fyrstu ÍSALP ferð í Tindfjallaskála. Farið var með rútu á föstudeginum frá Grensásveginum og gengið um nóttina upp í skála. Ætli það hafi ekki verði ca. 20 manns í túrnum. Mér er minnistætt að gríðarlegur hiti var á loftinu í skálanum enda þétt legið og mikið kynt.Mikill þorsti sótti að mér. Ég fann vatnspelann minn, að ég hélt, í myrkrinu og tók gúlsopa. Ansi var vatnið orðið rammt því mér svelgdist á. Þarna var á ferð eðalkoníak sem legunautur minn hafði verið að sulla í um kvöldið. Þessar ferðir höfðu heilmikinn ævintýrablæ yfir sér.

    Suðurjöklahringur er ein magnaðasta gönguskíðaferð sem í boði er. Tindfjallaskálinn skipar stóran sess í þeim ferðum enda hefst túrinn á að skrölta frá Fljótsdal og upp í skála að kvöldi. Fyrir tíma GPS var oft heilmikið mál bara að finna skálann. Já það var í þá gömlu góðu daga þegar það var ævintýri að komast frá A til B. Að klára svona túra var bara fyrir ofurmenni. Já maður á góðar minningar úr skálanum.

    Kv. Árni Ofurmenni

    #51928
    Siggi Tommi
    Participant

    Ég styð klárlega sölu á þessum skála þó það sé vissulega að einhverju leyti synd að láta svona skemmtilegan og vel staðsettan skála “frá sér”. FÍ er alla vega verðugur arftaki.

    Verð þó að setja fyrirvara á það sem menn kalla “að félagar hafi forgang í hann yfir vetrartímann”. Er ekki að sjá það í praxís.
    Á að leyfa öðrum hópum að bóka skálann með fyrirvara um að enginn klúbbfélagi bóki hann “með forgangi” í millitíðinni?
    Eða er einhver með einhverja brillíantlausn á þessu?

    En það er lítið að gera í þessari takmörkum sennilega enda er nú svosem ekki slegist um þessa fjallaskála yfir veturinn. Þetta hlýtur að reddast.

    Bara selja djásnið og vona að vel verði stjanað við greyið.

    #51929
    1709703309
    Member

    Á eftir að sjá eftir kofanum.

    Það er mikið flottara að gista í lúnum Ísalpskála heldur en flottum Freðnafélagsskála.

    Tryggja að við höfum forgangskauprétt á honum ef Ferðafélaginu þóknast að selja hann aftur.

    #51930
    1709703309
    Member

    Hvað með kvaðir gegnvart þeim sem gáfu klúbbnum skálann?

    #51931
    Sissi
    Moderator

    Við Raggi gistum í skálanum um helgina, vorum ásamt Dóra, Geira og Jóni Ársælsmönnum með fjallamennskunámskeið fyrir vel á þriðja tug nýliða.

    Alltaf fínt að gista þarna uppfrá, náðum hita við sperru í 20 gráðurnar. Dýnurnar eru eðall, held að þær hafi ekki verið komnar síðast þegar ég var þarna á ferð. Það var blautt á föstudeginum og síðan massa kalt um helgina, vindmælirinn var pikkfrosinn fastur. Brenni í skálanum er orðið mjög lítið.

    Hitti Palla og Olla, Palli sagðist hafa verið að draga Olla út að viðra hann aðeins því kallinn væri orðinn svo hel latur á sextugsaldrinum.

    Hallgrímur og Kalli skelltu svo nýrri millihurð í skálann, komu með nýjan opnanlegan glugga og flunkunýtt helluborð. Kempurnar voru allar á leið í Miðdal að éta selshreifa og hreindýr og upplifa karlmannlega nekt í sinni fegurstu mynd. Hugsið Davíðsstyttan, já eða grísk goð.

    Ég er síðan á leiðinni uppeftir aftur fyrir jól í árlega ferð með aðventuklúbbnum, hvar planið er að skíða, klifra og drekka smá bjór jafnvel.



    Varðandi þetta skálamál, ég hef svo sem enga harða með eða á móti skoðun. Svo sem ágætt ef þetta plan gengur eftir og við höfum sama aðgang að skálanum áfram, nema hann yrði í toppstandi. Spurning hvort það verður svo. Eitthvað hlýtur bisness planið hjá FÍ að vera. 1) Leigja skálann massíft mikið. 2) Að þarna séu framtíðarverðmæti = stöðutaka í staðsetningunni.

    Dettur því strax í hug tvennt við að lesa þessar pælingar.

    Mínar þarfir fyrir þennan skála er að hann sé aðgengilegur okkur (það er voða fínt að hafa greiðan aðgang að skála á svona stað sem er lítið notaður) og í sæmilegu standi. Mér sýnist, þrátt fyrir að vera ekki iðnaðarmaður, að það þyrfti ekki að gera neitt stórkostlegt til að gera þetta þokkalegt. Aðeins að sjæna til og bera á. Framkvæmdalán upp á 0,5-1 mio er engin gríðarlega greiðslubyrði en fyrir það mætti gera margt. Hálf í 10 ár á krappí vöxtum kostar rúman 7 þús kall pr. mán. í upphafi lánstíma.

    Hitt er að það kæmi mér ekkert stórkostlega á óvart þó að þessi skáli yrði talsvert verðmætari eign eftir 5-10 ár. Menn eru að sækja sífellt lengra og hærra til að finna sér góðar eignir, í þessu samhengi þarf ekki að horfa lengra frá Tindfjöllum en í Fljótshlíðina, þar sem er komið upp ríkramanna sumarbústaðarbyggð með lágmark kílómeter milli bústaða.

    Maður spyr sig því hvort þessi staðsetning gæti ekki orðið verðmæt þegar fram í sækir?

    Ég hef hinsvegar ekki allar forsendur til að meta þetta og auðvitað á stjórnin að kanna alla möguleika til að reka klúbbinn sem best. Svona umræður eru af hinu góða.

    Hils,
    Sissi

    #51932
    0704685149
    Member

    Sissi,

    Við megum alls ekki bíða með að selja skálann þótt verðið geti verið mun hærra eftir 5-10 ár, þá hækkar bara verðbólgan.

    Það voru víst einhverri bankaspekúlantar sem komust að því að hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni væri ástæðan fyrir hárri verðbólgu á Íslandi! :-)

    kveðja
    Bassi

    #51933
    Karl
    Participant

    Ég kom í Tindfjallaskála um sl. helgi. Verð reyndar að viðurkenna að nýja millihurðin kom aftur í bæinn en verður klár eftir nokkrar strokur.

    Ástandið á skálanum er þannig að hægt er að klastra í hann til e-h ára en ekki er raunhæft að gera skálann upp. Það er einfaldlega hagkvæmara að byggja nýjan frá grunni. Slíkur skáli á að vera í sama formi og sá gamli þ.e. opin forstofa, þar yfir svefnloft og skáli/ eldhúskrókur líkt og nú er.
    Ástandið á skálanum núna er hinsvagar með þeim hætti að menn eru hættir að ganga vel um skálann og leggja metnað í að skilja vel við. T.a.m. mokaði ég sl. sunnudag upp 4 skóflur af harðtroðnum snjó af gólfinu og greip með e-h matarleyfar sem Ársælingar skildu eftir sig.
    Sá frágangur, ásamt slysalegri umgengni helgina áðu,r bendir til þess að á ferðinni séu fjallamenn sem ekki eru almennilega “húsvanir”.

    Ég sé bæði kosti og galla við að afsala skálanum til
    Fí.
    Ég tek undir með Palla að miklu skiptir að farið sé vandlega yfir stöðuna og tryggt sé að öll sjónarmið komi fram.

    #51934
    Sissi
    Moderator

    Það skrifast nú á mig ef það var eitthvað drasl þarna inni, en ég sópaði skálann, þurrkaði af borðum og úr glugga, reisti við allar dýnur, tók léttan snúning á eldhúsinu, kvittaði í gestabók og taldi mig vera að skilja betur við en þegar ég kom að skálanum. Bar einnig fullan poka af drasli úr skálanum (ekki okkar) labbandi niður.

    Ekki veit ég hvar snjórinn og matarleyfarnar leyndust (í eldiviðargeymslunni kannski?) eða hvort þetta er hefðbundið Ársælsdiss svona fyrir flugeldana.

    En það voru bara tveir Ísalparar í skálanum um helgina, engir Ársælsmenn.

    Sissi

    #51935
    Karl
    Participant

    -snjórinn var á gólfinu, harðtroðinn af skóm. Maturinn var á eldhúsbekknum…. -Og það eru vandfundnir menn með minni flugeldaáhuga en undirritaður.

    Frágangurinn á skálanum var ekkert verri en gerist og gengur og þetta var sett fram hér til að undirstrika að umgengni almennt er ábóta vant.

    Kalli

    #51936
    Sissi
    Moderator

    Æi veistu mér finnst bara massa súrt að eyða exta tíma og fyrirhöfn í að ganga vel frá þarna þegar menn sjá bara eitthvað sem okkur Ragga tókst að missa af í tveimur góðum yfirferðum.

    Er bjórglasið hálf tómt Kalli?

    S

    #51937
    Karl
    Participant

    Ég ætla ekki í þessa umræðu á e-h persónulegum nótum. Ég var einfaldlega að benda á að ástand skálans og/eða notenda skálans er ekki upp á það besta. Ekki hafði verið strokið af bekkjum (sem ábyggilaga voru einnig skítugir fyrir helgi) og snjórinn á gólfinu var í forstofunni og var það harður og troðinn að skafa þurfti hann upp með fægiskóflu.
    Það að ganga frá bekkjum og gólfum á að vera sjálfsögð umgengni í skálum.

    Ég verð nú reyndar að viðurkenna að innleggið hér að ofan hefur gert meira til að sannfæra mig um ágæti þess að koma eignarhaldi og vinnu v.skálans á annarra hendur, en allt annað í þessari umræðu.

    #51938
    0801667969
    Member

    Heyrði það frá manni sem vel er kunnugur innan ferðaþjónustunnar að Útivist hefði falast eftir Tindafjallaseli (Neðsta skála). Reyndar hafi Árni Johnsen þingmaður og Ísólfur Gylfi frændi minn og fyrrverandi þingmaður boðið betur í hálfbyggt húsið. Hafa þeir í hyggju að rífa fokheldan kofann og ætla að byggja þar skíðahótel. Þarna eru víst stórar upphæðir á ferðinni.

    Kv. Árni Alf.

    #51939
    1709703309
    Member

    Merkilegt að heyra fólk aknúast yfir kostnaði vegna skálanna. Undirritaður var gjaldkeri klúbbsins til nokkurra ára og hefur krufið tölurnar, það hefur lítið farið fyrir þeim í þessari umræðu.

    Niðurstaðan er sú að skálarnir hafa fært klúbbnum á árunum 2003-2006 tekjur umfram gjöld ca. kr. 49.000,- Þá er ég búinn að taka út styrkinn 2005, kr. 300.000 (kr. 89.340 búið að nota af honum) en ef ég hef hann inni þá er staðan sú að tekjur umfram gjöld eru ca. kr. 260.000,-

    Fjárhagslegar forsendur geta því varla verið ástæðan.
    Klúbburinn átti semsagt óráðstafað í byrjun þessa árs kr. 210.000,- til framkvæmda í skálum og digran sjóð sem mætti alveg sjá svolítið af til viðbótar. Styrkurinn var skuldbundinn til framkvæmda í skálanna annars verður að greiða til baka af honum.

    Rétt er kannski að minna á að skv. fasteignamati í síðasta ársreikningi þá var Bratti metin á kr. 3.895.000,- til að hafa einhvern samanburð við kr. 500.000,- sem klúbbnum hefur verið boðinn fyrir þennan sjaldgæfa arkitektúr, aðgengi að fjölbreyttu landslagi og veðravíti.

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 30 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.