Lagabreytingar og stefnumótun

Home Forums Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46046
  1908803629
  Participant

  Ég vil benda félagsmönnum á nýjustu fréttina en þar má sjá tillögu stjórnar að breyttum lögum um Ísalp ásamt stefnumótun Ísalp, sem gerir grein fyrir helstu áherslur stjórnarinnar til framtíðar.

  Við hvetjum alla til þess að kynna sér þessi mál og tjá sig um þau hér á spjallvefnum.

  Svo bara að láta sjá sig á aðalfundi og hafa áhrif á kosningar um nýja stjórnarmeðlimi, skálamál o.fl. Við lofum spennandi aðalfundi með breyttum áherslum.

  #52412
  Páll Sveinsson
  Participant

  Þetta eru frekar viðamikklar breytingar á lögunum.

  Eina breytingin sem ég er sammála er meðferð atkvæða þeirra sem komast ekki á fundin enda hefur verið óskað eftir þeim breytingum lengi.

  Það er jafn klaufalega staðið að þessu eins og með sölu á skálanum.

  Málið kynnt allt of seint og ílla. Bara það að vera ósammála einn af mörgum breytingum gerir það að verkum að ég mun hafna þessu.

  Nær hefði verið að bera þetta fram í nokkrum liðum með skýringum af hverju var þörf á þessum breytingum.

  Allan þann tíma sem ég sat í stjórn var lögunum breytt tvisvar. Í fyrra skiptið var það vegna þessa að formenn og stjórnarmenn þótt þaulsetnir og í seinna skiptið að því að breytingin var ílla hugsuð og þurfti því að breyta sömu greinini aftur.

  Ef lögin eru grant skoðuð þá þurfa þessar breytingar að hafa borist stjórn fyrir 10 jan. Ég er nokkuð viss um að þetta var ekki komið á vefin í gær þó dagsetning segi það.

  Fúll á móti.
  Palli

  #52413
  Smári
  Participant

  Þetta var sett á vefinn í kringum 11 í gærkvöldi (ég veit það vegna þess að ég skrifaði fréttina) tveim vikum fyrir aðalfund eins og lög klúbbsins geri ráð fyrir og það er stjórnin sem kemur með tillöguna og hófst vinna við hana löngu fyrir 10. jan (þ.e. stjórnin hafði borist tillagan fyrir 10 jan).

  En upplýstu okkur endilega Palli, hvaða eini hluti breytingatillögunnar er það sem þú ert ósammála. Þá getum við reynt að skíra mál okkar.

  kv. Smári

  #52414
  Freyr Ingi
  Participant

  Palli þú ert nátturlega fenomon!

  Allatf hægt að treysta á gúd væbs frá þínum.

  Hvers konar rök eru það að allann þinn stjórnartíma hafi ekki þurft að breyta lögunum? Þýðir það að þá skuli það aldrei gert eða?

  Lestu þetta yfir aftur á hægum snúning og þess vegna á hverjum degi fram að aðalfundi og sjáðu hvort þetta skánar ekki aðeins.

  FIB

  #52415
  1908803629
  Participant

  Rétt til að fylgja eftir svari Smára þá eru breytingarnar í raun ekki svo miklar þar sem fyrst og fremst er verið að færa þær í nútímalegt horf, uppfæra í samræmi við núverandi tíðaranda og svo breyta ákveðnum praktískum hlutum. Allir lykilþættir sem koma fram í upphaflegu lögunum eru þar ennþá en helstu breytingarnar snúa að eftirfarandi:

  1) Uppstillingarnefnd breytist í kjörstjórn þar sem aukin áhersla er lögð á að hvetja til þáttöku í stað þess að í dag er meiri áhersla á að “sjanghæa” menn í stjórn, þ.e. hringja í vænlega menn og fá þá í stjórn. Þetta er gert til að opna klúbbinn betur og auka líkur á að fleiri bjóði sig fram til stjórnar.Einnig er kallað eftir auknu “samráði” við stjórn áður en kosningar hefjast, þrátt fyrir að kjörstjórn er að sjálfsögðu sjálfstæð í starfi. Loks eru skýrari “leikreglur” um kosningar einfaldlega til að hafa skýrari leikreglur um framkvæmd þeirra.

  2) Lágmarksaldur hækkar í 18 ár, til samræmis við lög landsins um sjálfræði.

  3) Meðlimir stjórnar fá frítt árgjald það ár sem þeir sitja í stjórn, sem er að mínu mati lítil umbun fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf. En þetta er hugsanlega smá gulrót til að taka þátt í stjórnarstarfi klúbbsins. Þess má geta að ég kom með þessa tillögu inn í lögin en ég er sjálfur að segja mig úr stjórn og mun ekki “njóta góðs” ef þessum breytingum.

  4) Meðferð utankjörfundaratkvæða þar eins og Palli lýsir að ofan. Gert til að sem flestir geti verið virkir þátttakendur í starfi, ótengt aðsetur.

  Hvað varðar frekari úrskýringar þá verður að sjálfsögðu farið yfir þessar breytingar á aðalfundi enda verður kosið um þetta þar.

  Öll vinnubrögð við þessar lagabreytingar eru í samræmi við núverandi lög og á ég erfitt með að skilja af hverju 2 vikur eru ekki nægur tími fyrir þetta mál og boðið upp á rými til umræðu hér á vefsíðunni þangað til.

  Þessi lög hafa verið unnin vel að okkar mati með aðstoð lögfróðra manna og efni og áherslur í samræmi við eðlilega vinnuhætti. Ég hvet Palla, sem og aðra félagsmenn, að tjá sig um þessi mál og útskýra þá betur hvað það er sem veldur þessari óánægju. Það er hið besta mál að vera fúll á móti en ég vona að Palli geti útskýrt það betur hvaðan óánægjan kemur.

  #52416
  Páll Sveinsson
  Participant

  Sammála mörgum hlutum þar með talið aldurstakmark í 18 ár, atkvæðisrétt fjarstaddra félagsmanna og hvernig staðið skal að fundarboðun. (Í minni stjórnartíð var það sent út bréflega og auglýst í mogganum)

  Því sem ég er ósammála er t.d. 1. gr. Hversvegna að taka út fullkomna setningu (Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku) og setja í staðin sýnishorn um hvað klúbburinn á að gera. T.d. munu ísalp ferðir leggjast af og skálarnir gleymdir.

  Þriðju grein er búið að brjóta upp svo hún er mjög ruglingsleg og er dæmd til verða brotn. T.d. að aðeins megi bjóða sig fram til stjórnarkjörs með viku fyrirvara og af hverju að banna uppstillingarnefnd/kjörstjórn að bjóða sig fram til kjörs? Að setja í lög að stjórnarmenn fái árgjaldið frít finnst mér hallærislegt. Enda finnst mér það í mótsögn við 2gr. Setja í lög að kostning sé leynileg er óþarfi.

  Tvær vikur er stuttur tími. Allavegan verður engu breytt úr þessu.
  Það sem ég meinti að ef breytingarnar hefðu verið í nokkrum liðum með útskýringum stjórnar hefði ég glaður farið í málefna lega umræðu um hverja breytingu fyrir sig. En þegar lögin eru endurskrifuð í heilu lagi er ekki um neitt val annað en að vera með eða á móti.

  kv.
  Palli

  #52417
  2008633059
  Member

  Alltaf gaman þegar menn fara að rífast um lagabreytingar!

  Það sem hér er lagt til er örugglega samt flest til bóta en það hefði alveg mátt vanda aðeins betur orðfærið og samræmi í sumum af þessum tillögum. Nokkur dæmi:

  1) Það er ekki málfarslega rétt að segja: ,,Íslenski alpaklúbburinn er félag áhugamanna um fjallamennsku sem leggur áherslu á sameiningu fjallamanna og vexti fjallamennsku á Íslandi.”

  Þarna hlýtur að eiga að standa “… vöxt fjallamennsku á Íslandi.” En hvað þýðir annars að leggja áherslu á ,,sameiningu fjallamanna”?

  2) Mér finnst að lögin eigi að vera á góðri íslensku. Á ástkæra, ylhýra málinu tölum við t.d. ekki um „festivöl“ heldur hátíðir!

  3) Orðalagið á 2. gr. er frekar þvælukennt. Þar hefði einfaldlega mátt bæta við einni setningu í núverandi lög og orða hana t.d. þannig:

  ,,Félagar geta þeir orðið sem náð hafa 16 ára aldri. Þó skulu þeir sem ekki hafa náð 18 ára aldri hafa til þess skriflegt samþykki forráðamanna. Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs en aðalfundur ákveður upphæð þess.”

  4) Það er ýmist talað um ,,félagið“ eða ,,klúbbinn“ í þessum tillögum að nýjum lögum. Finnst að þetta þurfi að samræma.

  5) Það er talað um að kjósa „uppstillingarnefnd“ á aðalfundi í 5. gr. Hvað á hún að gera, er þetta kannski sama nefndin og kjörstjórnin sem talað er um í 9. gr.?

  kv,
  JLB

  #52418
  Karl
  Participant

  Ég er sammála öllum athugasemdum hér að ofan og það er rétt að framsetningin er í stíl við framsetninguna á skálamálunum.
  Það er engin ástæða til flausturs í þessum málum og að hafa fyrirvara þetta stuttan (og ekki fengið e-h til að lesa yfir textann.)

  Þetta minnir á framsögu formanns skálanefndar í haust sem sagðist ekki hafa komið í Tindfjöll í áraraðir og….

  Ákvæðið um gjaldfrelsi stjórnarmanna finnst mér eitt það hallærislegasta sem ég hef séð á þessari síðu.
  Ég reiknaði með að greiðandi félagar greiði sín árgjöld vegna áhuga á vexti og viðgangi félagsins og ég reikna einnig með því að þeir sem hafa það mikinn áhuga á starfseminni að þeir bjóði sig fram til stjórnarstarfa hefðu að minnsta kosti það mikinn áhuga á starfseminni að þeir sæu ekki ofsjónum yfir nokkrum þúsundköllum!

  Á ég að senda aksturs reikning fyrir að skjótast með blikk og skrúfur í Tindfjöll en ekki þegar ég keyri á Telemarkfestivalið?
  Hvort tveggja er viðfangsefni sem maður gerir sem áhugamaður um félagið og þá starfsemi sem þar fer fram og sinnir hvoru tveggja með bros á vör.

  Ég er ekki að gera lítið úr vinnu stjórnarmanna en þetta afsláttardæmi finnst mér vera full “Framsóknarlegt”!

  #52419
  Skabbi
  Participant

  Ég ætla að svara nokkrum af þeim liðum sem þegar hafa komið fram. Menn eru áfram hvattir til að kynna sér nýju lögin.

  Páll Sveinsson skrifar:

  “Því sem ég er ósammála er t.d. 1. gr. Hversvegna að taka út fullkomna setningu (Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku) og setja í staðin sýnishorn um hvað klúbburinn á að gera. T.d. munu ísalp ferðir leggjast af og skálarnir gleymdir.”

  – Það er hvergi minnst á skála eða ferðir í gömlu lögunum. Skálarnir hafa þó staðið og ferðir verið farnar. “að efla áhuga manna á fjallamennsku” er eins óljóst og hugsast getur, okkur þótti ekkert að því að skerpa aðeins á lykilstarfsemi klúbbsins þannig að komandi stjórnir hefðu skýrari ramma til að fara eftir.

  “Þriðju grein er búið að brjóta upp svo hún er mjög ruglingsleg og er dæmd til verða brotn.”

  – Þriðja greinin VAR mjög ruglingsleg. Ég tel að hún sé orðin mun skýrari eftir að búið er að greiða aðeins úr vaðlinum. Sjá svar Ágústs hér að ofan varðandi Uppstillingarnefnd og Kjörstjórn.

  “Setja í lög að kostning sé leynileg er óþarfi.”

  – Því er ég ósammála. Á síðasta aðalfundi þurfti að kjósa á milli tveggja manna sem flestir inni þekktu af góðu einu. Það var óþægileg að þurfa að gera upp á milli þeirra fyrir allra augum.

  “Tvær vikur er stuttur tími. Allavegan verður engu breytt úr þessu.”

  – Stjórnin getur ekki unnið alla sína vinnu fyrir opnum tjöldum þannig að allir fái að vera með. Við töldum að tvær vikur væru fullnægjandi til að fólk gæti skoðað nýju lögin og myndað sér skoðun á þeim.

  Jón Loftur skrifar:

  “Það sem hér er lagt til er örugglega samt flest til bóta en það hefði alveg mátt vanda aðeins betur orðfærið og samræmi í sumum af þessum tillögum.”

  – Við þökkum ábendingarnar. Því miður eru allir stjórnarmeðlimir, utan Sveinborgar, illa máli farnir og frekar treggáfaðir. Ég tel þó að ekki sé of seint að leiðrétta stafssetningarvillur án þess að inntak laganna breytist.

  Karl Ingólfsson skrifar:

  “Ákvæðið um gjaldfrelsi stjórnarmanna finnst mér eitt það hallærislegasta sem ég hef séð á þessari síðu…. og ég reikna einnig með því að þeir sem hafa það mikinn áhuga á starfseminni að þeir bjóði sig fram til stjórnarstarfa hefðu að minnsta kosti það mikinn áhuga á starfseminni að þeir sæu ekki ofsjónum yfir nokkrum þúsundköllum!”

  Ég fullyrði að seta í stjórn ísalp hefur kostað alla stjórnarmeðlimi “nokkra þúsundkalla” og vel það, auk árgjaldsins sem við öll höfum greitt með glöðu geði hingað til. Á móti finnst mér ótrúlegt að meðlimir Ísalp sjái ofsjónum yfir því að þeir sem starfi fyrir þeirra hönd þurfi ekki að borga með sér í stjórnina meira en orðið er.

  “Á ég að senda aksturs reikning fyrir að skjótast með blikk og skrúfur í Tindfjöll en ekki þegar ég keyri á Telemarkfestivalið?”

  “Ég er ekki að gera lítið úr vinnu stjórnarmanna en þetta afsláttardæmi finnst mér vera full “Framsóknarlegt”!”

  Þetta var gróflega fyrir neðan beltisstað.

  Endilega haldið áfram að punda spurningum og skotum á stjórnina, þá fáum við kannski viðlíka vakningu fyrir störfum í stjórn eins og varð eftir “stóra skálamálið”.

  Allez!

  Skabbi

  #52420
  Skabbi
  Participant

  hmmm… “gæsalappir” verða að “ í póstinum hér að ofan. Vona að menn nái að rýna í gegnum þetta.

  Skabbi

  #52421
  Páll Sveinsson
  Participant

  Það er greinilega komin tími á endurskoðun lagana og er ég ánægður með framtak stjórnar að byrja þá vinnu.

  En þessi útgáfa er ekki í lagi.

  Fyrsta geinin er óskyljanleg og gerir ekkert annað en hefta komandi stjórnir. Einu sinni þótti rekstur skála vera lykilstarfsemi klúbbsins en er það ekki í dag. Hvers vegna á setja það í lög nákvæmlega hvað klúbburinn á að gera? Á alltaf að breyta lögunum í hvert sinn sem unnin er stefnumótunar vinna?

  Stjórn borgi ekki árgjald. Hvað með ritnefnd, skálanefnd, umsjónamenn festivala og aðra sem vinna fyrir klúbbin. Er þeirra vinna eitthvað mynna metin en stjórnarmanna. Nei hér er verið að breyta grundvalla hugsun í rekstri kúbbsins og þarf að hugsa til enda.

  Samkvæmt nýu og gömlu lögunum er engin atkvæðisbær nema hafa borgað árgjald. Það væri hálf skrítið ef stjórnin gæti ekki greitt atkvæði.

  Það er ekkert í gömlu lögunum sem segir að ekki meigi kjósa leynilegri kostningu. Á ein erfið uppákoma kosta alsherjar endurskrifun á lögunum. Það þarf ekki meira en eina ósk til að fundarstjóri geti tekið ákvörun um að hafa kostninguna leinilega.

  Ég er sammála ýmsu og tel að stjórnin sé að vinna gott verk en framsetningin er frekar klaufaleg.

  kv.
  Palli
  Er að vera reyna að vera málefnalegur.

  #52422
  1908803629
  Participant

  Örstutt svar varðandi orðalag og málfar þá fengum við eitt stykki íslenskufræðing til að lesa yfir lögin, einmitt í þeim tilgangi að tryggja að ekki yrði gert lítið úr okkar ylhýra.

  En það er greinilegt að það má gera gott betur í þessum málum og er ég fullviss um að slíkar lagfæringar geti hæglega átt sér stað einhvern tíman í þessu ferli.

  Hvað varðar aðrar athugasemdir, er varða efnislega þætti laganna, þá fögnum við allri umræðu og endanleg ákvörðun verður tekin á aðalfundi, með “leynilegri” kosningu ;-)

  #52423
  Smári
  Participant

  1. gr. Um Íslenska alpaklúbbinn og markmið hans
  Íslenski alpaklúbburinn er félag áhugamanna um fjallamennsku sem leggur áherslu á sameiningu fjallamanna og vexti fjallamennsku á Íslandi.
  Lykilstarfsemi Íslenska alpaklúbbsins felst í að:
  – standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, svo sem festivölum, myndasýningum, fyrirlestrum og námskeiðum
  – halda úti öflugum upplýsingavef sem nýtist til upplýsingamiðlunar og samskipta
  – gefa út ársrit og leiðarvísa.

  Hvað er óskýrt við þetta? Er þetta heftandi? Það stendur hvergi að ekki megi fara í ferðir.
  “að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum” hlýtur að þurfa að túlka á hverjum tíma. Er stemning fyrir fjallaskíðun þá stendur stjórnin fyrir fjallaskíðaferð! o.s.frv. Ef einhvertíma enginn ís verður fyrir jól verður ekki hægt að hafa jólaklifur nema þá kannski á öðru formi t.d. þurrtólun.
  Það heftir frekar komandi stjórnir að vera bundinn að því að fara í ákveðnar ferðir!

  Það stendur heldur hvergi að ekki megi halda úti skálum ef það verður niðurstaðan

  Palli skrifar “Því sem ég er ósammála er t.d. 1. gr. Hversvegna að taka út fullkomna setningu (Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku)”
  er þetta ekki það sama og:
  “Leggur áherslu á sameiningu fjallamanna og vexti (á að vera vöxt) fjallamennsku á Íslandi”

  vöxtur fjallamennsku verður ekki nema efling áhuga komi til!

  Smári

  #52424
  Páll Sveinsson
  Participant

  Stjórnin óskaði eftir opinni umræðu um lagabreitingarnar. Ég er búinn að koma mínum skoðunum á framfæri og eru þær ekkert betri eða verri en hvers annars.

  Verst er að engin annar en ég er ósáttur við þessar breytingar og þeir stjórnarmenn sem látið hafa í sér heira hér á vefnum hafa undantekningarlaust varið nýu lögin.

  Ég á víst að lesa þessi lög yfir daglega fram að fundi sem ég og hef gert og fram að þessu hafa þau ekkert skánað við það né svör stjórnar.

  Það var víst einn maður sem samdi þessar breytingar og fæstir stjórnarmenn lásu þau yfir með gagnrýnum huga.

  Hvernig væri að breyta því í lögunum sem þarfnast breytinga og láta annað sem skiptir engu máli vera.

  Ég er búinn að segja mína skoðun á 1gr. og er heil ritgerð til að hrekja það hér að ofan en ég spyr: Hverju erum við bættari við breytinguna? Sem segir sjálfsögðu að það má breyta þó að það væri ekki annað en breytinga vegna. Geinin er ekkert betri eða verri eftir breytingar.

  Eins er ég búinn að mæla með á móti ýmsum hlutum í þessari umræðu og ég trú ekki annað en það hafi vakið einhvern til umhugsunar.

  Ekki vera svona fúlir þó ég hafi skoðanir.
  kv.
  Palli

  #52425
  Skabbi
  Participant

  Ég neita að viðurkenna eigin fýlu í þessu máli. Við í stjórn óskuðum eftir umræðu og fengum hana. Ég er sammála þér í því að ég hefði kosið að fleiri hefðu skoðun á málinu.

  “Það var víst einn maður sem samdi þessar breytingar og fæstir stjórnarmenn lásu þau yfir með gagnrýnum huga.”

  Hvar heyrðir þú þetta? Stjórnin hefur haldið marga fundi og sent mýgrút tölvupósta um málið. Þetta var rætt fram og tilbaka. Öllum í stjórn gafst fjöldamörg tækifæri til að hafa áhrif á framsetningu laganna. Ef þú getur fullyrt að “fæstir stjórnarmenn lásu þau yfir með gagnrýnum huga” þá veist þú meira en ég í þessu máli.

  Skabbi

  – syngjandi sæll og glaður

  #52426
  1908803629
  Participant

  Eins góð og skrifleg samskipti geta verið þá eru þau auðvitað alltaf háð því að erfitt er að túlka skilaboðin að fullu. Ég vona allavega að þau skilaboð sem hafa komið frá mér hafi ekki verið túlkuð þannig að ég sé eitthvað “fúll á móti” bara af því að ég er að reyna að upplýsa betur um efni og áherslur laganna. Þó ég hafi ekki talað við aðra stjórnarmenn þá held ég að það sé sama upp á teningnum þar, allavega í allflestum tilfellum.

  Ég er ekki heldur að “verja” þessi nýju lög, eingöngu að reyna að upplýsa.

  Það er aftur á móti ekki rétt að eingöngu einn aðili hafi séð um breytingarnar á lögunum og að fæstir stjórnarmenn hafi lesið yfir með gagnrýnu hugarfari. Þó að ég hafi gert fyrsta uppkastið þá fór þetta marga hringi innan stjórnar og jafnframt farið yfir efnistök á tveimur, eða þremur, stjórnarfundum (man það ekki alveg).

  Spurt er, hvers vegna að breyta bara til að breyta? og þá verið að vísa í fyrstu greinar nýju laganna.

  Hugsunin var amk sú að við vildum að nýju lögin tækju mið af nýrri stefnumótun, þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu fjallamanna (af því að það eru ansi margir fjallamenn sem eru ekki félagar í klúbbnum) og að vexti (sem er visst framhald af fyrri punktinum en einnig að leggja aukna áherslu á að laða að nýliða og vera aðgengilegri nýliðum). Þetta kemur jafnframt fram í framtíðarsýninni í stefnumótuninni.

  Þetta eru áherslubreytingar sem við viljum að séu sýnilegar og muni einkenna störf klúbbsins til frambúðar. Þetta er semsagt viðbót við það sem þegar hefur verið skilgreint sem grunnlýsing á Íslenska alpaklúbbnum, en orðað öðruvísi. Annað sem kemur fram er að taka á alveg sömu hlutum og þegar eru til staðar í klúbbnum, en orðað öðruvísi og jafnframt örlítið ítarlega.

  Fyrir mína parta hefur þú vissulega vakið mig til umhugsunar og er ég ánægður með að þú hafir komið þínum skoðunum á framfæri. Mér þykir jafnframt slæmt að það séu ekki fleiri að tjá sig um þessi mál, hvort sem það sé jákvæðum eða neikvæðum nótum. Við munum klárlega taka aðeins til í lögunum, þá sérstaklega málfar en það er spurning með restina, þ.e. hvort það sé í lagi að við förum að breyta efnisáherslum með svo stuttum fyrirvara…

  Verði það svo raunin að lögin fái ekki kosningu vegna þeirra efnisathugasemda sem hafa komið fram þá verða þau væntanlega endurskoðuð og bætt fyrir næsta aðalfund/félagsfund, ef vilji er fyrir því.

Viewing 16 posts - 1 through 16 (of 16 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.