Re: svar: Aðgengi að Valshamri

Home Umræður Umræður Klettaklifur Aðgengi að Valshamri Re: svar: Aðgengi að Valshamri

#50595
1704704009
Meðlimur

Það getur verið að bústaðafólkið sé uggandi vegna innbrota og vilji læsa þarna innfrá tímabundið (þótt það sé engin lausn gegn innbrotsþjófum þannig lagað) en samsæri gegn klifrurum er neðarlega á listanum tel ég. Allra síst að einhver sé að læsa keðjum til að hefndarskyni fyrir hvaðeina.

Þetta byggi ég á því að í vetur átti ég keðjumála samtöl við Eilífsalsbúa þar á meðal Heimi nokkurn í stjórn sumarbústaðafélagsins. Ekkert af þessu liði var illa við klifrara og vildi koma einhverjum skilaboðum á framfæri um að þeir ættu að haga sér svona eða hinsegin – hvað þá að einhver hefði ama af þeim og vildi læsa þá inni.

Líka má benda á að Gísli bóndi á Meðalfelli hefur beinlínis boðist til að sýna klifrurum auðveldasta aðgengið að Valshamri þannig að það er um að gera að nota hann. Og fyrir komandi vetur má líka nota Gísla fyrir ísklifrið.

En það er sjálfsagt að kanna öll þessi mál betur. Þetta er í grófum dráttum staðan í dag.