Merkjaskipt greinasafn: Kite

Leiðangur niður austurströnd Grænlands

Fyrirhuguð leið Grænlandsleiðangurs 2017

Nú reyna nokkrir fjallamenn og Ísalparar að skíða og kite-a niður austurströnd Grænlands, um 1200 kílómetra leið á 40 dögum. Þetta eru þeir Leifur Örn Svavarsson, Hallgrímur Magnússon, Einar Stefánsson, Tómas Júlíusson og Skúli Magnússon. Afrek hópsins eru m.a. hæstu tindar allra heimsálfa, þrír Everest farar, báðir pólarnir og umtalsverð reynsla hjá EFTA dómstólnum.

Þeir sem til þekkja vita að þessir menn eru allir miklir meistarar og leynast gullkorn á borð við þessi í leiðangursblogginu:

„Each of us did bring one day of food and Hallgrímur had his food bag yesterday giving us beef filé for dinner and a luxury dinner today. Now, Skúli is baling pancakes for us for desert. We will be two weeks into he expedition before we have to start eating normal, dried expedition food.“

„Our philosophy is to continue to struggle for the next two weeks or so and then we will take stock of the situation, think about how we are doing and if there is whiskey, we will certainly last the whole journey.“

Einnig ætla þeir félagar mögulega að klífa óklifna tinda sem þeir sjá á leiðinni og mögulega hæsta fjall Grænlands.

Vonandi gengur sem allra best hjá þeim, hægt er að fylgjast með leiðangursbloggi hér: http://expeditions.mountainguides.is/