Ýringur WI 5

Ýringur (WI5, 200-500m) er önnur klassík leið, nokkur hundruð metra austan við Flugugilið í suðurhlíð dalsins. Leiðin býður upp á alpafíling í þröngri skoru/rennu með nokkrum mislöngum höftum frá WI2-WI5 og endar öllu jöfnu í “Haftinu”, sem er 20-25m stíf spönn efst í skorunni áður en hún flest út fyrir ofan. Um 200m ofan við er svo um 50m WI3/4 lokahaft, sem endar nánast uppi á fjallinu og gefur þessi framlenging prýðis alpafíling á upp- og niðurleiðinni. Yfirleitt er farið labbandi niður úr Ýringi til vesturs (utar í dalnum) og er hægt að þræða sig ágætlega í gegnum skriðuna á 100-200m bili næst Ýringi.
Lokafossinn, Árni leiðir. Mynd: Sigurður Ragnarsson.
Klifursvæði | Brynjudalur |
Svæði | Sunnan í dalnum |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |