Þverártindsegg – Norðurhryggur

Gangan hefst frá Eggjardal sem er inn af Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að keyra alla leið inn í dalsbotn en það er þó eftir mjög grófum slóðum og því aðeins fært fyrir jeppa, helst hækkaða. Aksturinn tekur um klukkustund.

Gengið er upp brattar og lausar skriður til suðurs úr Eggjardal og þaðan hliðrað yfir bratta hlíð inn að skriðjöklinum Skrekk. Hann er þveraður og farið upp á norðurhrygg Eggjarinnar. Honum er svo fylgt upp á topp.

Mælt er með hjálmum vegna grjóthruns í byrjun leiðar. Sprungið jöklalandslag. Eggin sjálf er mjög brött til beggja handa og skal gæta ítrustu varkárni ef farið er út á hana.

Ítarleg grein um sögu fjallamennsku á Þverártindsegg er að finna á bls. 17 í 1988 ársriti ÍSALP.

Gráða: F, 8-10 klst.

Þverártindseggkort

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Þverártindsegg
Tegund Alpine
Merkingar

2 related routes

Austurveggur Þverártindseggjar

Leið beint upp miðjan Austurvegg Þverártindseggjar þar sem hún rís hæst.

Aðkoman hefst frá Eggjardal sem er inn af Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að keyra alla leið inn í dalsbotn en það er þó eftir mjög grófum slóðum og því aðeins fært fyrir jeppa, helst hækkaða. Aksturinn tekur um klukkustund.

Gengið er upp brattar og lausar skriður til suðurs úr Eggjardal og þaðan hliðrað yfir bratta hlíð inn að skriðjöklinum Skrekk. Þaðan er gengið upp bratta snjóbrekku undir vegginn.

Fyrstu 320m eru blandað snjó- og ísklifur með brattari höftum á köflum (WI3-4) og má fara stóra hluta á hlaupandi tryggingum. Brattinn þó svo mikill að sveifla þarf öxunum. Lykilkafli leiðarinnar eru seinustu 80m þar sem veggurinn er alveg lóðréttur og yfirhangandi á köflum. Rétt vinstra megin við miðjan vegg er áberandi renna sem býður upp á einhverjar hvíldir en einnig 5 yfirhangandi kafla. Af toppnum er um 100m taugatrekkjandi línudans eftir egginni inn að söðlinum við vesturtindinn.

Númerin á myndinni segja til um hvar við settum upp megintryggingar. Milli 1 og 3 er 2 1/2 spönn og milli 3 og 4 er 1 1/2 spönn svo þetta voru 8 spannir í það heila, og alla vega 400 metrar. Erfiðasti 5 + kaflinn er frá megintryggingu 5 (og síðustu 25 metrarnir upp að henni), samtals um 80 metrar. Megintrygging 6 er hinum megin við Eggina, línan lá yfir hæsta topp Þverártindseggjar. Síðan þurftum við að línudansa ca. 100 metra norðvestur eftir hrygg af austurtindinum yfir að söðlinum við vesturtindinn.

Gráða: TD+, WI3-5+, 400m.

Áhugaverða frásögn úr ferðinni má finna í Ísalp ársriti frá 2006

FF.: Ívar F. Finnbogason og Einar Rúnar Sigurðsson, 3. maí 2003.

Þverártindsegg – Norðurhryggur

Gangan hefst frá Eggjardal sem er inn af Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að keyra alla leið inn í dalsbotn en það er þó eftir mjög grófum slóðum og því aðeins fært fyrir jeppa, helst hækkaða. Aksturinn tekur um klukkustund.

Gengið er upp brattar og lausar skriður til suðurs úr Eggjardal og þaðan hliðrað yfir bratta hlíð inn að skriðjöklinum Skrekk. Hann er þveraður og farið upp á norðurhrygg Eggjarinnar. Honum er svo fylgt upp á topp.

Mælt er með hjálmum vegna grjóthruns í byrjun leiðar. Sprungið jöklalandslag. Eggin sjálf er mjög brött til beggja handa og skal gæta ítrustu varkárni ef farið er út á hana.

Ítarleg grein um sögu fjallamennsku á Þverártindsegg er að finna á bls. 17 í 1988 ársriti ÍSALP.

Gráða: F, 8-10 klst.

Þverártindseggkort

Skildu eftir svar