Sunnanmóri

III. gráða
Leið sunnan við Móra, milli leiða 15 og 17 (Nákvæm staðsetning og nafn óskast).
FF. Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, 1988
Klifursvæði | Esja |
Svæði | Vesturbrúnir |
Tegund | Alpine |
Merkingar |
III. gráða
Leið sunnan við Móra, milli leiða 15 og 17 (Nákvæm staðsetning og nafn óskast).
FF. Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, 1988
Klifursvæði | Esja |
Svæði | Vesturbrúnir |
Tegund | Alpine |
Merkingar |
V. gráða
Klettaleið sem fylgir hryggnum vestan við Miðgil, og einnig yfir nálina sem prýðir forsíðu ársritsins ’85. Leiðin var farin í kulda og snjó, og voru erfiðustu hreyfingarnar af V. gráðu en heildin af IV. gráðu.
Farin í frosti og snjó. Hryggur á milli gilja 2 og 3. Byrjað lítið eitt vinstra megin við gil 3 og upp miðjan hrygginn. Komið er við á Nálinni (Sjá forsíðu 1985) og áfram upp kletta til vinstri.
Leiðin er rétt vinstra megin við leið 3 (nákvæm staðsetning óskast).
FF. Haraldur Ólafsson og Víðir Pétursson, 26. apríl 1989
V+, A2
Erfið leið upp á tindinn Stút vestanverðan (endar á sama stað og leið 14), hefst á A2 stigaspönn (Nákvæm staðsetning óskast).
FF.Kristinn Rúnarsson og Snævarr Guðmundsson, október 1987
III. gráða
Leið sunnan við Móra, milli leiða 15 og 17 (Nákvæm staðsetning og nafn óskast).
FF. Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, 1988
Leið númer 3a. á mynd
Leiðin liggur upp klettahrygg á milli tveggja gilja. Gilin eru leið 3. sem er Miðgil og leið 4. sem er Anabasis.
Klifrið er laust og mosagróið neðst en bergið verður fastara í sér eftir því sem ofar dregur. Hreyfingar í efstu spönnum eru allt að 5.8/9
Leiðin er dótaklifurleið og ekki hafa verið boltaðir stansar, líkt og í Heljaregg. Leiðin er klofin í tvennt af stórum mosastalli í miðri leið. Þegar komið er á mosastallinn þarf að ganga u.þ.b. eina spönn inn að seinni klettaveggnum, þar er bergið orðið betra.
Lýsing á leiðinni frá Pál Sveinsyni hljómar svona: Mjög langt, margar spannir, fullt af dóti og frekar erfit.
Sjá má skemmtilegar myndir úr uppferðum hér og hér
FF: Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, 1986
Leið merkt inn sem 11a
Leiðin liggur upp gil vinstra megin við leið nr. 12. (Lauganípugil vestara). Hún byrjar í stuttu 4. gr. íshafti, síðan tekur við snjóbrekka upp að stuttu 3. gr. klettahafti, að lokum tekur við snjógil upp á brún. Leiðin er um 200 metra löng.
FF: Haraldur Örn Ólafsson, Ingimundur Stefánsson og Stefán S. Smárason, febrúar 1990
Leið númer 0 á mynd
Vinstra megin við leið nr.1, II – III gráða; byrjar niðri og liggur upp og endar efst!
FF: 20. nóv. 91. Jón Þorgrímsson og Sigursteinn Baldursson.
Mynd óskast, og nánari upplýsingar um staðsetningu. (Milli Útvarðar, leið 7 og Naggs, leið 9, 10 og 11)
Leið á tindinn Nagg. Leiðin byrjar í
skarðinu á milli Útvarðar og Naggs
og liggur upp vesturhrygg Naggs og er hún fimm spannir af fimmtu
gráðu.
Í Frumferðabókinni segir: Leiðin liggur upp vesturhrygg Naggs. Farið er í skarðið milli Útvarðar og Naggs (Leið númer 7.). Fyrst er um 10m haft klifið, af V gráðu. Síðan er hryggnum fylgt uns komið er að stórri sillu undir höfuðveggnum. Hliðrað er til hægri upp í lítið gil sem endar í lóðréttu hafti af V gráðu klifri. Leiðin endar á tindi Naggs.
Aðstæður í frumferð: Veður var gott en snjór á sillum.
FF: Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson, 10. nóvember 1995, fimm spannir
Upp úr Austurgili til vinstri. Nokkur íshöft. Erfiðari efst, klettar og ís. Leið nr. 17 á mynd.
Gráða: 2/III, 200m.
FF.: Ari Trausti Guðmundsson, Árni Árnason, Olgeir Sigmarsson, 1983.
Einfalt snjógil með einu íshafti neðst. Leið nr. 16 á mynd.
Gráða: 1/2, 200m.
FF.: Hreinn Magnússon og Snævarr Guðmundsson, 18. feb 1978.
Aðalerfiðleikarnir felast í íshöftum svo og klettabeltinu í miðjunni. Ef farið er afbrigði úr Lauganípugili eystra þá er leiðin 2. gr. Leið nr. 15 á mynd.
Gráða: 3 og III, 200m
FF.: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 4. jan 1982.
Lítill drangur en nokkuð erfitt klifur. Vont er að finna staðsetningu fyrir sigankeri. Leið nr. 14 á mynd.
Gráða: berg IV/V, 20m.
FF.: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, 4. jan 1982.
Þröngt gil sem býður upp á tvö íshöft. Liggur upp hrygginn undir Stút en sameinast þar vestara gilinu. Leið nr. 13 á mynd.
Gráða: 1/2, 150m.
FF.: Hreinn Magnússon og Höskuldur Gylfason, feb 1981.
Fremur þröngt gil sem inniheldur einfalda snjóleið. Leið nr. 12 á mynd.
Gráða: 1, 200m.
Innar í gilinu er afbrigði leiðarinnar á Nagg. Liggur það upp lítt brattan ísfoss. Hægt er að sneiða hjá öllum erfiðleikum ef farið er innar. Leið nr. 11 á mynd.
Gráða: 2, 170m.
FF.: ÍsAlp ferð, 13. nóv 1982.
Skemmtileg leið upp á gnípuna. Upphaflega leiðin á Nagg. Frá gnípunni er um 100m hækkun upp á brún. Leið nr. 10 á mynd.
Gráða: snjór/berg 2, 170m.
FF.: Árni Tryggvason, Höskuldur Gylfason, Snævarr Guðmundsson, 1. mars 1981.
Úr Stóragili er fremur einföld snjóleið upp Vesturrás á Nagg. Leið nr. 9 á mynd.
Gráða: 1, 150m.
Fögur klettanál, er afar varhugaverð vegna lausagrjóts. Velja skal frostveður enda alvarlegt klifur. Leið nr. 8 á mynd.
Gráða: IV, 25m.
FF.: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, 17. nóv 1984.
Leið númer 7 á mynd
Létt klettaklifur upp litla nál sem stendur sem útvörður Naggs í Miðhömrum.
Gráða: I, 20m.
Skemmtilegt myndaalbúm úr ferð á Útvörð má finna hér.
Einföld snjóleið upp mest áberandi gilið í öllum Vesturbrúnunum. Leið nr. 6 á mynd.
Gráða: 1, 250m.
Leið nr. 5 á mynd.
Falleg klettaleið upp greinilega egg sem endar í klettanál og þaðan upp á öxlina. Nokkrir boltar eru í leiðinni fyrir meginakkeri og á tortryggðum stöðum.
Gráða: III/IV, 250m
FF.: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 17. nóv 1984
Mynd: Árni Stefán
Austasta gilið í vesturklettunum. Fyrsti hlutinn liggur up kletta um tvær IV. gráðu spannir. Leið nr. 4 á mynd.
Í desember 1986 var farið afbrigði af Anabasis. þar voru þeir Jón Geirsson og Þorsteinn Guðjónsson á ferð. Fyrsti hlutinn liggur upp gilið sjálft en ekki upp klettana vinstra megin eins og upprunalega leiðin. Gráða 4 og lV.
Myndir óskast
Gráða: IV, WI4, 150m
FF.: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, 26. des 1984.
40 metra bratt kerti og svo klárað upp gilið.
Áberandi línan hægra megin á myndinni. Til vinstri er Vopnin kvödd.
FF: Róbert Halldórsson og Albert Leichfried en mögulega eldra.
Létt aðkomuspönn upp að þunnu og vandasömu klifri sem endar undir stóru þaki. Kraftmiklar hreyfingar yfir þakið og bratt þaðan upp í stans. Leiðin klárar svo upp gilið.
Mjög ítarlega lýsingu á leiðinni má finna í ársriti Ísalp 2011-2015 sem kom út í desember 2015
Gráða: WI5+/M7, 100m.
FF: Sigurður Tómas Þórisson, Pall Sveinnsson, Skarphéðinn Halldórsson, Matteo Meucci
Mynd: Sigurður Tómas Þórisson
Alvarleg og opin leið, í fyrstu upp kletta sem leiða síðan upp í gil. Leið nr. 2 á mynd.
Gráða: IV og WI3, 150m
Í Alpaklúbbsferð í janúar 1986 fóru þeir Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson albrigði af Leið ókunna mannsins (leið 2). Farið var beint upp gilið og klifraðar tvær spannir af 5. gráðu í ísuðum klettum áður en leiðin sameinaðist eldri leiðinni.
FF: Jón Geirsson, 24. feb. 1984.
Mynd óskast
Vestast í vesturklettunum, myndar skál í kverkinni. Einföld snjó/ís leið, brattari efst. Leið nr. 1 á mynd.
Gráða: 1, 150m.
Mynd óskast.
Mynd nr. 3 á mynd.
Smá haft í byrjun, brattur snjór og lítil WI 3 höft á milli, endar uppi á topp. Skemmtileg ævintýraleið og á miðri leið getur að líta drjólann sem prýðir forsíðuna af ársriti ÍSALP 1985. Leiðin fékk uppreisn æru veturinn 2014 og fékk þá þónokkrar heimsóknir.
Gráða: 2/3, 150m.
FF.: Björn Vilhjálmsson og Orthulf Prunner, mars 1980.