Keisarinn M 4+

Leið númer C8.

Bumban milli Múlakaffis og Fyrirburans. Boltuð að einhverju leiti. Eins og margar aðrar leiðir þá bunkast ís yfir hana og þá verður hún meira WI 3-4

FF: Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing
Merkingar

15 related routes

Bestur vetur M 4+

Leið númer C12.

Byrjar í skoru sem leiðir upp í snúið slabb. Auðveldari lokakafli.

FF: Matteo Meucci og Halldór Fannar, apríl 2017, M 4+ 20m

Earl grey M 7

Leið númer C4.

Mixað (óboltað) afbrigði af Íste. GHC leiddi og hinn heimsfrægi Jeff Lowe fylgdi í kjölfarið. Leiðin var á sínum tíma erfiðasta mixklifurleið landsins.

FF: Guðmundur Helgi Christiansen og Jeff Lowe, 11. febrúar 1998

Apagredda M 5

Leið númer C2.

Leiðin liggur vinstra megin við hrygginn hjá Íste. Byrjar í gróf (klettum) hægra megin og undir ískertinu, hliðrar síðan upp og til vinstri utan á áberandi nefi í bergi, þangað til hægt er að ná upp í kertið. Þaðan á lóðréttum ís upp á brún.

FF: Guðmundur Tómasson og Páll Sveinsson, febrúar 1997

Örverpið M 4+

Leið númer C11.

Mix leið fyrri hluta veturs en verður svo pjúra ísleið þegar að tekur að líða á veturinn, WI 3/4

FF: Óþekkt

 

Frumburðurinn M 4+

Leið númer C10

Mix leið fyrri hluta veturs en verður svo pjúra ísleið þegar að tekur að líða á veturinn, WI 3/4

FF: Óþekkt

 

Múlakaffi M 7+

Leið númer C7.

Næsta leið hægra megin við Mömmuleiðina (byrjar í áberandi yfirhangi) og stór mosasylla klýfur leiðina fyrir miðju.

Mjög bratt klifur upp fyrstu 3 boltana með desperate klippingu í bolta 2. Eftir 5 bolta er komið á breiða mosasyllu sem gengið er upp. Þaðan tekur við tæknilegt jafnvægisklifur með löngum hreyfingum á milli lítilla kanta. Leiðin endar í dularfullum breiðum skorstein sem snúið er að komast upp í. Fylgja skorsteininum upp í létt brölt og akkerið er á vinstri veggnum fyrir neðan toppinn (áberandi horn sem liggur upp af megin veggnum).

Fjöldi bolta: 11, +2 boltar í akkeri rétt fyrir neðan brún, vinstra megin við gilskorninginn þegar komið er upp úr leiðinni.
ATH: það þarf 70m línu til að ná upp og niður rétt eins og í Mömmuleiðinni.

FF.: Róbert Halldórsson, 14. nóv 2015.

Keisarinn M 4+

Leið númer C8.

Bumban milli Múlakaffis og Fyrirburans. Boltuð að einhverju leiti. Eins og margar aðrar leiðir þá bunkast ís yfir hana og þá verður hún meira WI 3-4

FF: Óþekkt

 

Helgi WI 3+

Leið númer C15

Efst í stóra gilinu, hægra megin við Íste og co. Þrjár ca. 10m línur á stalli rétt ofan við girðinguna. Helgi er leiðin lengst til hægri. Einhverjir boltar í leiðinni og akkeri efst.

FF: Óþekkt

 

Eiríkur WI 3+

Leið númer C14.

Efst í stóra gilinu, hægra megin við Íste og co. Þrjár ca. 10m línur á stalli rétt ofan við girðinguna. Eiríkur er leiðin í miðjunni.

FF: Óþekkt

 

Gísli WI 3+

Leið númer C13.

Efst í stóra gilinu, hægra megin við Íste og co. Þrjár ca. 10m línur á stalli rétt ofan við girðinguna. Gísli er leiðin lengst til vinstri af þessum þremur, liggur undir smá þaki og svo yfir. Einhverjir boltar og toppakkeri.

FA: Óþekkt

 

Fyrirburinn M 4+

Leið númer C9.

Akkeri í skriðu ofan við leið. Auðvelt brölt að því en sést illa að ofan.  Verður WI 3-4 þegar að leiðin er búin að bunkast yfir veturinn

Ca. 35m löng

FF: Óþekkt

 

Espresso M 6

Leið númer C1.

Nokkrum metrum fyrir austan Íste

Brött og vandasöm byrjun en hallinn minnkar svo fljótlega. Slabb fyrir miðju og endar í nokkuð vandasömu lokahafti.
Boltuð frá botni upp í tveggja bolta toppakkeri. Tveir boltar eru undir litlum þökum sem farið er framhjá og ættu seint að fara undir ís. Einnig ættu fyrstu 2 boltarnir seint að fara undir ís, því ísinn myndast mest á veggnum vinstra megin. Bolti á hnúð vinstra megin í slabbinu. Vissara að finna hann ef klifrað í þurru.
Ætti að vera hægt að fara í fyrstu frostum, því góð mosasprunga sem fylgt er eftir fyrsta haftið og þétt boltað víðast hvar.
Það er svo einn bolti á klöpp um 5m beint ofan við toppakkerið. Þægilegra að gera stans þar en í tveggja bolta toppakkerinu (sem er meira hugsað fyrir ofanvaðsæfingar).

WI5/M6, 35 m

Fyrst farin 13. desember 2014
Sigurður Tómas, Róbert Halldórsson og Baldur Þór Davíðsson.

 

Mömmuleiðin M 6

Leið númer C6.

Í næsta horni hægra megin við Pabbaleiðina. Boltuð alla leið með akkeri á klöpp ofan við lítinn mosastall ofan við leið. Hægt að labba að akkeri eftir stalli.

Seinni part veturs bunkast leiðin af ís og boltarnir hverfa undir. Í slíkum aðstæðum gráðast leiðin WI 3-4

Ca. 30 m löng, 11 boltar.

 

Pabbaleiðin M 7

Leið númer C5

Í horninu hægra megin við Íste. Boltuð alla leið með akkeri á slabbi ofan við leið (smá brölt niður að því – varúð!)

Ca. 30m löng, 14 boltar

FF: Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson.

FF: Páll Sveinsson

Íste WI 5

Leið númer C3.

Þrír boltar í byrjunarslúttinu. Það opnar því á sæmilega öruggt brölt upp í ísinn, þó kertið nái ekki niður eða taki ekki skrúfur með góðu móti.
Eftir sem áður er leiðin alvarleg, því efri hlutinn er lílka snúinn.
Toppakkeri er efst í leiðinni og stakur bolti á klöpp nokkra metra ofan við líka (ofan við Pabbaleiðina).

Ca. 30m löng

Skildu eftir svar