Espresso M 6

Leið númer C1.
Nokkrum metrum fyrir austan Íste
Brött og vandasöm byrjun en hallinn minnkar svo fljótlega. Slabb fyrir miðju og endar í nokkuð vandasömu lokahafti.
Boltuð frá botni upp í tveggja bolta toppakkeri. Tveir boltar eru undir litlum þökum sem farið er framhjá og ættu seint að fara undir ís. Einnig ættu fyrstu 2 boltarnir seint að fara undir ís, því ísinn myndast mest á veggnum vinstra megin. Bolti á hnúð vinstra megin í slabbinu. Vissara að finna hann ef klifrað í þurru.
Ætti að vera hægt að fara í fyrstu frostum, því góð mosasprunga sem fylgt er eftir fyrsta haftið og þétt boltað víðast hvar.
Það er svo einn bolti á klöpp um 5m beint ofan við toppakkerið. Þægilegra að gera stans þar en í tveggja bolta toppakkerinu (sem er meira hugsað fyrir ofanvaðsæfingar).
WI5/M6, 35 m
Fyrst farin 13. desember 2014
Sigurður Tómas, Róbert Halldórsson og Baldur Þór Davíðsson.
Klifursvæði | Múlafjall |
Svæði | Testofan |
Tegund | Mix Climbing |
Merkingar |