Espresso M 6

Leið númer C1.

Nokkrum metrum fyrir austan Íste

Brött og vandasöm byrjun en hallinn minnkar svo fljótlega. Slabb fyrir miðju og endar í nokkuð vandasömu lokahafti.
Boltuð frá botni upp í tveggja bolta toppakkeri. Tveir boltar eru undir litlum þökum sem farið er framhjá og ættu seint að fara undir ís. Einnig ættu fyrstu 2 boltarnir seint að fara undir ís, því ísinn myndast mest á veggnum vinstra megin. Bolti á hnúð vinstra megin í slabbinu. Vissara að finna hann ef klifrað í þurru.
Ætti að vera hægt að fara í fyrstu frostum, því góð mosasprunga sem fylgt er eftir fyrsta haftið og þétt boltað víðast hvar.
Það er svo einn bolti á klöpp um 5m beint ofan við toppakkerið. Þægilegra að gera stans þar en í tveggja bolta toppakkerinu (sem er meira hugsað fyrir ofanvaðsæfingar).

WI5/M6, 35 m

Fyrst farin 13. desember 2014
Sigurður Tómas, Róbert Halldórsson og Baldur Þór Davíðsson.

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing
Merkingar

15 related routes

Bestur vetur M 4+

Leið númer C12.

Byrjar í skoru sem leiðir upp í snúið slabb. Auðveldari lokakafli.

FF: Matteo Meucci og Halldór Fannar, apríl 2017, M 4+ 20m

Earl grey M 7

Leið númer C4.

Mixað (hreint) afbrigði af Íste. GHC leiddi og hinn heimsfrægi Jeff Lowe fylgdi í kjölfarið. Leiðin var á sínum tíma erfiðasta mixklifurleið landsins.

Möguleg staðsetning Earl Grey (rauð lína)
Möguleg staðsetning Earl Grey (rauð lína). Ekki víst, vantar enn staðfestingu. Græn lína er Íste og blá er Pabbaleiðin.

FF: Guðmundur Helgi Christiansen og Jeff Lowe, 11. febrúar 1998