Bara ef mamma vissi WI 5

Leið merkt sem 5.

Vatnsmesti fossinn sem er lengst til hægri á svæðinu. Leiðin var farin í einni spönn, bröttust fyrstu 30m sem gefur leiðinni 5+, svo taka við ca. 20m 3 gr. og síðan 4gr. haft undir lokin.

FF. Ívar Finnboga, Haukur og Anthony

Klifursvæði Bolaklettur
Svæði Innri-hvilft
Tegund Ice Climbing
Merkingar

8 related routes

Take a walk on the other side of the Stars WI 4+

Leið númer 3a. á mynd

WI 4+

FF: Matteo Meucci og Elias Holzenecht 24. feb 2016

 

Hard five M 8

Leið númer 1a á mynd

Fyrsta spönn er M8 upp á áberandi íssyllu og svo er spönn tvö WI 6+

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner 24. feb 2016

Mávahlátur WI 4

Leið merkt inn sem 2a.

Leiðin er næsta leið til hægri við Niflheima (2). Hægra megin við Mávahlátur er svo áberandi rif (sést illa á mynd, mikið af snjó og hún er aðeins yfirlýst þarna), hinu megin við rifið er svo leiðin Aussie Pickings.

Leiðin byrjar á bröttu hafti, ca 10-12m. Eftir það er leiðin mjög slabbandi, auðveld og með kverk svo að frábært er að stíga. Þegar að leiðin var fyrst farin var ísinn mjög mjúkur og þægilegur svo að leiðin var þægileg WI 4, allar líkur eru á að aðstæður geti auðveldlega gert leiðina erfiðari.

Stór snjóhengja var fyrir ofan leiðina og leiðin slabbaði sífellt meira og meira yfir í snjóklifur, sigum því niður á síðasta áberandi ísbunkanum.

FF: Þorsteinn Cameron og Jónas G. Sigurðsson, 05. feb 2016, ca 30m

Myndband af annarri uppferð leiðarinnar í mars 2017:

Bara ef mamma vissi WI 5

Leið merkt sem 5.

Vatnsmesti fossinn sem er lengst til hægri á svæðinu. Leiðin var farin í einni spönn, bröttust fyrstu 30m sem gefur leiðinni 5+, svo taka við ca. 20m 3 gr. og síðan 4gr. haft undir lokin.

FF. Ívar Finnboga, Haukur og Anthony

Ónefnd WI 4

Leið merkt sem 4.

 

FF. Matteo og Bergur

Aussie Pickings WI 4

Leið merkt sem 3.

Fyrst farin af ástralanum Anthony

FF. Ívar Finnboga, Haukur og Anthony

Niflheimar WI 5+

Leið merkt sem 2.

Instant klassík. Bein leið upp.

FF. 2015 Matteo Meucci, Þorsteinn Cameron

Ég heiti ekki Kiddi WI 5+

Leið númer 1 á mynd

60M

Svakaleg klifur leið sem var fyrst gráðuð WI5+/6+.

FF. Ívar Finnboga, Anthony og Haukur

Comments

  1. Fórum þessa í dag (3.1.18), stórgóð leið í virkilega skemmtilegum ís, þrjár stjörnur (hvergi opinn vatnsflaumur, og því hægt að klifra á alla kanta). Er ekki meira en WI4 í þessum aðstæðum.

Skildu eftir svar