Fjallamennskuferð til Íran

Sabalan

Félögum í Íslenska Alpaklúbbnum býðst að taka þátt í fjallamennsku-sumarbúðum Íranska Alpaklúbbsins 23.- 31.ágúst næstkomandi.
Hápunktur vikunnar verður klifur á fjallið Sabalan (4.811 m) eftir tæknilegri en öruggri leið.

Dagskráin er eftirfarandi:

23.8: Mæting á hótel í Tehran.

24.8: Seinni partinn verður farið til Ardebil sýslu

25.8: Ekið til þorpsins Shabil og gengið í skála

26.8: Ísklifurnámskeið og hæðaraðlögun

27.8: Ísklifurnámskeið og toppadagur á Sabalan

28.8: Lækkun í átt að Shabil og heimsókn til íranskra hirðingja

29.8: Komið til Shabil. Hverabað.

30.8: Borgarrölt um Ardebil, galakvöldverður og transport til Tehran.

31.8: Skoðunarferð um Tehran og prógrammi lýkur.

Hægt er að lengja dvölina og ganga að prógrammi loknu á fjallið Damavand. Þá lýkur ferðinni 8. september.

Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-32 ára. Umsóknir og óskir um frekari upplýsingar skulu sendar á stjorn (hja) isalp.is. Að búðunum standa „Fjallamennsku- og klifursamtök Íran“ og ungliðahreyfing Alþjóðlegu fjallamennsku- og klifursamtakanna (UIAA). Þáttökugjald er 500 evrur en ÍSALP styrkir hvern þátttakanda um 75.000 kr. Stjórn ÍSALP mun velja úr umsækjendum. Umsóknarfrestur er til 1.ágúst, og skráningu á námskeiðið lýkur 5.ágúst.

Skildu eftir svar