Dry-tool reglur Klifurhússins

ÍSALP-arar geta klifrað á ísöxum í Klifurhúsinu og hafa gert það í mörg ár. Nú er loks búið að negla niður reglur um hvenær megi klifra, hverjir eigi forgang í leiðir, hvaða útbúnaðar sé krafist o.s.frv. Reglurnar eru hér að neðan.  Við biðjum félagsmenn að fylgja þessum reglum.

Hinar heilögu BÍS reglur Klifurhússins

1. BÍSklifur er leyfilegt á eftirfarandi tímum:

  o Mánudagar 21:30 – 23:00

  o Miðvikudagar 21:00 -23:00

o Alla virka daga frá 12:45-13:30

2. Til þess að hægt sé að klifra eftir 22:00 (hefðbundinn opnunartíma) þarf að vera ábyrgðarmaður í hópnum.

o Ábygðarmaður þarf að vera samþykktur af framkvæmdastjóra og listi yfir ábyrgðarmenn er á skrá hjá vaktmanni.

o Vaktmaður gengur úr skugga um að ábyrgðarmaður sé á staðnum og skráir ábyrgðamann hverju sinni.

3. BÍSklifur er afmarkað við hellasvæði og klifurvegginn vinstra megin við leiðsluklifurvegginn.

o Engar bísleiðir annars staðar, til að lágmarka snertifleti milli klifrara og bísklifrara

4. Bísklifrarar verða alltaf með mottu undir þegar þeir klifra, til að vernda dýnuna.

5. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að það sé skilgreindur tími fyrir BÍSklifur þá þýðir það ekki að BÍS hafi forgang. Hér gildir sama regla og áður, klifrari bíður þar til komið er að honum/henni að klifra.

o Aftur á móti, skyldi vera sérstaklega fjölmennt í Klifurhúsinu, fá klifrarar forgang.