Undirskriftasöfnun fyrir Skálafell

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Undirskriftasöfnun fyrir Skálafell

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45748
    2903793189
    Meðlimur

    Eftir góðum vetur í Skálafelli ákváðum við sem stöndum að Facebook síðunni Opnum Skálafell að hefja baráttuna fyrir almennilegri opnun næsta vetur strax og reyna að hafa áhrif á fjárveitingar á meðan þær eru til umræðu í stjórnkerfinu. Við settum því í gang undirskriftasöfnun á netinu sem ég hvet alla Ísalpara til að taka þátt í.

    Slóðin er http://www.opnumskalafell.is. Eitt skref – einfaldara gerist það ekki.

    Höfuðborgarsvæðið ætti alveg að ráða við tvö skíðasvæði og það kemur öllum til góða að hafa þau í sitt hvoru veðrakerfinu. Það kom nokkrum sinnum fyrir í vetur að það var hægt að hafa opið í Skálafelli þegar það var lokað í Bláfjöllum vegna veðurs. En þetta eru sennilega gömul sannindi fyrir flestum sem lesa þessa síðu.

    Í ofanálag sýnir stöðug traffík í Norðurhlíð Skálafells í vor að fjallið býður upp á mikla möguleika og pláss fyrir utanbrautarskíðun. Lyfta í norðurhlíðinni er hugmynd sem jaðrar við að vera útópísk en það þarf amk að berjast fyrir því að fá venjulega svæðið í rekstur eins og hann var fyrir lokun.

    Allir með!

    Kári

    #57781
    0801667969
    Meðlimur

    Tek undir með Kára og hvet menn til að skrifa undir. Auðvitað er það stílbrot fyrir utanbrautarfólk að hugsa um skíðalyftur þessa frábæru skíðavordaga þegar menn vilja vera sem fjærst slíkum mannvirkjum.

    Í Mogganum í gær var flott mynd og texti sem tengdist þessu málefni.

    Í vikunni var sagt frá því að Reykjavíkurborg hefði lagt 90 milljónir í að bæta stúkuna á fótboltavelli Fylkismanna nú í sumar. Þetta er talsvert meira en Borgin leggur í rekstur skíðasvæðanna á ári. Sennilega svipuð upphæð ef nýframkvæmdir eru teknar með í dæmið. Og hvað eru fótboltafélögin mörg?

    Fyrst er auðvitað að koma Skálafelli í fullan rekstur. Samhliða og í kjölfar þess er ekki svo dýrt að setja upp a.m.k. eina lyftu þarna norðan megin. Verður einfaldlega hluti af rekstri Skálafells. Yrði styrkur fyrir utanbrautarskíðun.

    Ég er ekki að sjá þá snjóframleiðslu sem þarf sunnan heiða verða að veruleika alveg á næstu árum. Að setja upp lyftu(r) þarna í norðurhlíðinni er stórsniðugur millileikur, líka hundraðfalt ódýrara og þú ert öruggur með snjó. Snjóframleiðsla tryggir nefnilega ekki endilega snjó eins og sýndi sig á norðanverðu landinu í vetur. Og mun enn síður gera það sunnan heiða. Lyftur þarna í norðurhlíðinni eru því sennilega framtíðin.

    Hvet til að skrifa undir. Látum sameiginlega sjóði ekki eingöngu fara í fótbolta.

    Kv. Árni Alf.

    #57782
    Freyr Ingi
    Participant

    Búinn að kvitta.

    KVITT

    #57783
    2806763069
    Meðlimur

    Er ekki bara spurning um að leysa þetta mál eitt skipti fyrir öll og safna bara undirskriftum fyrir því að Árni fái alræðisvald á skíðasvæðunum?

    Þó það væri vissulega söknuður af honum úr brekkunum!

    Góðar stundir,
    Softarinn!

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.