Þjórsárdalur…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þjórsárdalur…

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46651
    Robbi
    Participant

    Þetta var ekkert rosalega flókið. Ég steig útúr síðasta prófinu kl.16:30, upp í blöðrujeppa, greip rakkinn, eitthvað að éta og svo var brunað af stað. Með í för voru Siggi, Gunni og Marianne. Förinni var heitið Þjórsárdal við Háafoss.
    Bílferðin gekk vel, ekkert rosalegt vandamál að rata en gps og kortagrunnur á tölvu skilaði okkur fyrir rest á „bílastæðið“ við Háafoss. Okkur flaug í hug að ekki væri ísarða í dalnum svo við tókum nettan göngutúr niður í gilið….og okkur til mikillar ánægju var fullt af ís og voru leiðirnar Botnýja WI3, Granni WI4 og Þráin WI5+ í dúndur aðstæðum. Við tjölduðum og lögðumst svo undir feld upp úr 01:00

    Íljósi þess að dagurinn er afskaplega stuttur var ákveðið að eiga nóg inni og taka daginn snemma. Við vöknuðum því kl 07:00, átum og töltum svo að stað vopnaðir höfuðljósum og ísöxum. Ennþá var niðamyrkur þegar við komum upp að Botnýju. Við vildum nú ekkert vera að spreða tíma svo við bundum okkur í sitt hvorn endann og fórum þetta á hlaupandi tryggingum þessa 150m sem leiðin var. 60mín síðar föðmuðumst við uppi á brún alsælir með þessa frábæru leið.
    Heitir og góðir með pumpaða kálfa ákváðum við að tjekka á the real deal.

    Við röltum því aftur niður í gilið og enduðum undir Þráinni. Eins og stundum þá fór maður að spyrja sig af hverju í ósköpunum maður væri á annað borð að stunda þetta sport. Leiðin var flott….en sjitt. Krækiber í helvíti ætti vel við. En, maður lætur nú ekki skynsemina ráða á hverjum degi svo ég batt mig í línurnar, skilidi bakþankana eftir ofan í bakpoka og réðst á kvikindið. Þetta var nú ekkert rosalega erfitt til að byrja með (fyrstu 20m) en skjótt skipast veður í lofti. Skyndilega var allt orðið fullt af risasvepppum með yfirhangi á milli þeirra. Allt hafðist þetta nú á endanum og eftir að hafa lagt það á mig að bora inn 8 skrúfum fann ég mig á þessari fínu syllu þar sem ég ákvað að gera stans. Ég tók innn slakann af línunni og mér til mikillar furðu voru ekki nema örfáir metrar eftir. Þessi spönn reiknaðist semsag sem uþb. 60m.

    Siggi var snöggur að elta og lét vel af klifrinu, enda klifur í hæsta gæðaflokki. Hann kaus að taka seinni spönnina sem lúkkaði bara nokkuð vel. Byrjaði þægilega, fór svo út í yfirhangandi ís með ballethreyfingum á milli RISA grýlukerta sem ekki mátti anda á eða tryggjarinn yrði klofinn í herðar niður, hann hefði þá kanski óskað sér að hafa ekki skilið skynsemina eftir ofaní bakpoka.

    ÍÍÍÍÍSSSS ! Heyrist öskrað. Það fyrsta sem fór í gegnum hugann á mér var að fela mig undir hjálminum mínum. Ég sagði við sjálfan mig „ég er punktmassi, ég er punktmassi“ og hoppaði svo inn í lítinn helli. Það dugði ekki til og ég fann nístandi sársauka í bakinu. Ég hafði fengið stórt klakastykki úr um 20m hæð beint í herðablaðið. Ég skall í jörðina hálf lamaður og óhljóðin heyrðust yfir í næstu leið hinu megin í gilinu. Ég var smá stund að jafna mig og ná andanum aftur.
    Siggi hélt ótrauður áfram og eftir allan ballettinn endaði hann í um 10m lóðréttu hafti sem leiddi upp á brún.
    Ég heyrði sigurhróp að ofan, og fljótlega var tosað í mig og ég lagði af stað. Allt hafðist þetta nú á endanum og þegar ég kom upp á brún langaði mig að fara grenja…ég hef aldrei á æfinni fengið jafn mikð naglakul.

    Eftir að hafa knúsast um stund vorum við sáttir við lífið og tilveruna. Þegar sýran var horfin úr framhandleggjunum, tilfinningin komin í kálfana aftur náði greddan yfirhöndinni.
    Við gengum enn eina ferðina niður gilið og stilltum okkur upp fyrir neðan Granna. Við náðum að klifra hann í birtu en aðeins farið að rökkva uppi á brún. Þarna vorum við virkilega sáttir við daginn, tókum tjöldin niður og blöðrubíluðumst í bæinn.

    Botnýja, var mjög skemmtileg og einskonar ferðalag.

    Granni, töff leið með exposed lokahafti þar sem áinn beljast niður nokkrum metrum frá þér.

    Þráin, tja hvað get ég sagt…allavega ekki gefins.

    Myndir væntanlega.
    robbi

    #53389
    2205892189
    Meðlimur

    fallegt, skemmtilegur lestur.

    #53390
    0311783479
    Meðlimur

    Punktmassi – svona geta aflfraediprof farid med menn ;o)

    Flottur dagur hja ykkur drengir!

    H

    #53391
    2806763069
    Meðlimur

    Punktmassi – fær atkvæði mitt sem brandari ársins á isalp.is

    MYNDIR ????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    #53392
    Anonymous
    Inactive

    Ég vissi að þið gætuð þetta! Þið eruð flottastir. Þetta er sem sagt önnur uppferð og sú fyrsta var ekki gefist heldur. Ég kom þarna upp á sínum tíma algerlega búinn með annan skóinn (tánna) brotinn þannig að það sá inn í sokka og með blaðið á annarri öxinni kengbogið í 15 stiga frosti. Svo gráðar meistarinn(Palli) leiðina V(5) eins og venjulega!!! Ég held ég geti fullyrt að þetta sé ein stýfasta 5. gráða sem þeir hafa klifrað félagarnir. Þetta var frábær túr hjá ykkur og til hamingju með þetta.
    Olli

    #53393
    Smári
    Participant

    alvöru ferðasaga!!

    Góðir

    #53394
    Stefán Örn
    Participant

    Gratúlera piltar! Hlakka til að sjá myndir.

    Hils,
    Steppo

    #53395
    Sissi
    Moderator

    Mega.

    #53396
    0506824479
    Meðlimur

    Flott hjá ykkur og alveg rífandi skemmtileg saga. Hlakka til að sjá myndir.

    kv.
    Doddi

    #53397
    0808794749
    Meðlimur

    bahahahah… „ég er punktmassi!“

    #53398
    3008774949
    Meðlimur

    Robbi: hefur punktmassinn e-ð að gera með stóra lóðrétta snúningsásaþvottavélamálið ?

    #53399
    2103844569
    Meðlimur

    Hæ,
    ok, here some photos for the ones who do other things then working today :)
    I forgot my harness (!!!) so had a really sexy big ass in my fashionable schling-harness. Though Gunnar and me still climbed two ´half´ routes. Gunnar leaded the first, I did the second. We counted that over an average Siggi and Robbi are 8 times faster climbing then we were…
    It was scary, cool, nice and I´m already daydreaming of the next time going out somewhere where there is a lot of cool ice.
    Robbi knows more about the routes, I have no idea of how difficult these things were. Was just fun :)
    The piccas are not of the best quality ever, there was just too much snow to keep the lens clean. Next time better.
    http://picasaweb.google.com/der.steen/Iceclimbing2#
    Greets, Marianne.

    #53400
    Páll Sveinsson
    Participant

    Skrítið að heira svona jaxla hvarta yfir þægilegri 5gr.
    En svona í alvöru, til lukku með þetta.

    kv.
    Palli

    #53401
    Skabbi
    Participant

    Glæsilegt drengir, skemmtilegar myndir Marianne.

    Enginn er verri þó hann þurfi að klifra swami belti, gerist á beztu bæjum.

    Allez!

    Skabbi

    #53402
    Siggi Tommi
    Participant

    Nokkrar tölfræðilega staðreyndir um túrinn.

    09:00, lagt af stað í Botnýju (WI3). 150m simul-klifur með 12 skrúfum. 9:40 STÞ upp, 9:55 RH upp.

    11:05, lagt af stað í Þrána (WI5+). 60m fyrri spönn, RH kominn upp 11:47, STÞ kominn í stansinn 12:15. 10 mín tepása ca.
    13:15, STÞ uppi á brún eftir 35m foss og 10-15m snjóbrekku.
    13:47, RH upp.

    15:00, lagt af stað í Granna (WI4, efri parturinn slefaði í WI5 í þessum aðstæðum). Léttur stans eftir 50m, sólóað 20m slabb og léttur stans fyrir lokakaflann. 16:00 STÞ uppi. 16:25 RH uppi.

    Svo var skemmtilegur ballet á ísbunkum 2-3m frá fossbrún Granna til að komast yfir ána… Frekar óhuggulegt.

    Samtals ca. 150+100+120m eða um 370m af ís þennan dag á 7 1/2 tíma, ansi miserfiður reyndar.

    Spurning hvort ætti að reyna að skáka Ines og Audrey í 1000m klifurdegi… :) (þær fóru reyndar allt WI5 og efriðara…)

    Góður dagur á fjöllum!

    #53403
    AB
    Participant

    Flott hjá ykkur!

    AB

    #53404

    Töff töff töff

    #53405
    Siggi Tommi
    Participant

    Ferskar myndir komnar á
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/RInJRsRdal#

    Inndjóíj!

18 umræða - 1 til 18 (af 18)
  • You must be logged in to reply to this topic.