Snjóalög við Eyjafjörð

Home Umræður Umræður Almennt Snjóalög við Eyjafjörð

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45533
    0704685149
    Meðlimur

    Það má fullyrða það án þess að ýkja mikið og trúa því sem vilja, að það er minni snjór hér fyrir norðan en er í vanalegu árferði. Ég fór yfir í Héðinsfjörð um helgina og nú koma snjóafréttir. Í Héðinsfirði er snjólínan í svona 200 m.y.s. en nokkrar lænur teygja sig nærri því niður að sjó sem væri vel hægt að skíða. Einnig eru fínar hlíðar innarlega í Árdal við Ólafsfjörð. Síðan er Skútudalurinn við Siglufjörð einnig mjög flottur, við fórum yfir Hestskarð í gær í frábæru veðri og ég bölvaði því að hafa ekki skíðin…en ég lét skófluna duga. Ofarlega í Skútudal er nóg af snjó og hægt að keyra langt inn í dalinn.

    Síðan eru fréttir af jeppagellunum sem renndu í Hvalvatnsfjörð og tóku smá skóflupróf af svæðinu. Talsverður snjór er í hlíðum en nær ekki alveg niður að láglendi. Þó glyttir í nokkrar girnilegar skíðalænur sem gaman væri að renna sér niður. Það virðist vera að Hvalvatnsfjörður sé einna líklegastur til að vera snjóþyngsta svæðið á landinu sem er sæmilega aðgengilegt aðkomu.
    Það er mjög lítill snjór í Flateyjardal og nær snjór varla niður fyrir miðjar hlíðar.

    Spáð er sumari og sól yfir páskana á Norðurlandi…og grípið tútturnar með ef menn vilja hafa eitthvað til vara.

    Kveðja
    Norðanmenn

    #47918
    Karl
    Participant

    Er e-h snjór í Herðubreið? -Ég hef heyrt að það sé hlemmiskeið þangað inneftir.

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
  • You must be logged in to reply to this topic.