Brennivín

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Brennivín

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46213
    2401754289
    Meðlimur

    Heyrði hérna í Canmore að einhver er að íhuga að endurfara Brennivín í Haukadalnum! Gadd minntist allavegana á það í gær í gymminu! Eitthvað til í því eða hvað? Er enn ís þarna uppfrá?
    Allavegan, sumarið lætur bíða eftir sér hérna í Kanada. nokkurhundruð metrar af ís klifraðir á föstudaginn og svo klipt bolta á laugardaginn í stuttbuxum…
    hilsen
    Freon

    #52716
    Freyr Ingi
    Participant

    jaaa veit ekki með Haukadalinn en klippti sjálfur í bolta í Valshamrinum á sunudaginn var (í lopapeysu) og sá þá að inni í Eilífsdal er allt spekfeitt ennþá. En í hvaða fasa klakinn er veit maður nátturlega ekki nema kíkja eitthvað nær.

    Stuðkveðjur til Kanada!

    Freysi

    #52717
    0310783509
    Meðlimur

    Jamm hérna í USA er enginn ís eftir en skíðamennskan er í fullum gír og farinn að raða inn dóti í heita kletta fyrir all nokkru. Tvær vikur í J-Tree og er svo bara að kynna mér bakgarðinn hérna í Leavenworth, WA, af nógu að taka vægast sagt. Nú er bara að njóta síðustu vikunnar í sólinni áður en maður kemur heim í sumarið og … jæja bara sumarið.

    Sjáumst
    Einar Ísfeld

    P.s pant ekki fara Brennivín

    #52718
    1210853809
    Meðlimur

    Ég heyrði það í gymminu hérna heima (n.t.t. í klifurhúsinu) að einhverjum langi í Brennivínið en sá hin sami verður að koma sjálfur fram með þær hugmyndir.

    en hvað segiru Friðjón, ætlar Gaddarinn ekkert að kíkja á klakann aftur eða ?

    kveðjur til Kanada,

    Jósef

    #52719
    2401754289
    Meðlimur

    Jú, held að þau hjónin séu heit fyrir því að koma með krakkan sinn á þann stað sem þau fóru að kynnast betur en áður!!! S.s. á Klakan!
    Annars var ísklifrið á föstudaginn ekki það mest spennandi þann daginn. Birnirnir hérna eru að vakna og það voru glæný spor í slóðanum okkar…ekki spennandi þegar þeir eru nývaknaðir og svangir. En ég hleyp hraðar en hinir svo ég var nú ekkert of kvíðinn!!!
    Einar! Ekki fara of oft á Hnúkinn! Þú hefur ekki gott af því.
    Freysi, næst kemur þú með klifurgræjur til Kanada!
    og Jósef, fullt af leiðum handa þér hérna og sófapláss líka!
    Pura Vida
    Freon

    #52720
    Sissi
    Moderator

    Freon er að misskilja eitthvað. Það er lífið sjálft að plampa í róbot mód á hnjúkinn og fá naglakul í klettaklifri. Þá veistu að þú ert vakandi!

    Siz, sem býr bara á Íslandi

    #52721
    1908803629
    Participant

    Ok, spyr sá sem lítið veit… Var Will Gadd einhvern tíman á Íslandi og hvað gerði hann?

    #52722
    Anonymous
    Inactive

    Já Ágúst minn Will Gadd var hér á landi fyrir nokkrum árum og klifraði meðal annars í hlíðum Eyjafjallajökul(sá leiðinni inn í Þórsmörk). Hann fór í Haukadalinn og reyndi ítrekað við leiðina Brennivín sem nefbraut hann (fór á Heilsugæsluna á Búðardal til aðhlynningar) síðan varð einn myndatökumaðuri hans fyrir ísstykki og fór einnig á Heilsugæsluna. Eftir 5 daga puð minnir mig tóks honum að klára leiðina. Hann sagði að þetta væri(þá ) erfiðasta leið sem hann hafi klifrað og neitaði að gráða hana. Hún var síðan gráðuð(ágiskun) sem M9+ held ég. Ég tel að miðað við aðrar leiðir sé þetta síst undirgráðun. Will Gadd kom hér vegna kunningsskapar við Guðmund Helga Christensen. Það voru ansi margar leiðir kláraðar á þessum tíma þegar hann var að puða í þessari leið. Mig minnir að 240 m hafi verið kláruð þá af henni Kim Zismaisia(man ekki stafsetninguna)
    Olli

    #52723
    1908803629
    Participant

    magnað – um að gera að fá kappann til landsins og fá myndasýningu frá honum um leið. Hrikalega athyglisverður gaur.

    #52724
    0201753629
    Meðlimur

    Hér í Grænlandi er Brennivín ekki í samskonar vökvaformi brennivínið hans Gadd´s. Ekki er heldur hægt að segja að ísklifurtímabilinu hér sé að ljúka, einfaldlega því það byrjaði aldrei og varla örðu af ís að sjá, enn hinar mjög svo ákjósanlegu skíðaaðstæður eru að breytast hratt í læki og lón núna í fyrstu rigninguni frá því í nóvember.

    kveðja frá Tasersuaq

    #52725
    Siggi Tommi
    Participant

    Ég las í einhverju tímaritinu í Klifurhúsinu um daginn að Brennivín væri ein af eftirminnilegustu leiðum sem Gadd hafði farið á ferlinum.
    Eftir á að hyggja sagðist hann gráða hana M11 eða M11+ (hafði aldrei farið meira en M9 þegar hann kom hingað ef ég man rétt) – ekki slæmt það.
    Er ekki málið að smala í hópferð upp í Haukadalinn og prófa leiðina í topprope? :)

    #52726
    Freyr Ingi
    Participant

    Ekki viss um að top rope komist undir þakið, en leiðin fékk gráðuna M9+ á sínum tíma vegna þess að skalinn náði einfaldlega ekki hærra at the time. Hann bætti semsagt tveimur M gráðum ofaná kerfið með klífa Brennivín.

    Freysi

12 umræða - 1 til 12 (af 12)
  • You must be logged in to reply to this topic.