Aðalfundur 2013

Home Umræður Umræður Almennt Aðalfundur 2013

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44525
    Arni Stefan
    Keymaster

    Kæru félagar

    Þá líður senn að aðalfundi Íslenska Alpaklúbbsins 2013. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum klúbbsins í Skútuvogi 1G, 104 Reykjavík mánudaginn 25. febrúar og hefst klukkan 20.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Ísalp.

    Uppstillinganefnd hefur nú þegar sent út tilkynningu en nokkur sæti eru laus í stjórninni. Sitjandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs en auk þess eru laus sæti meðstjórnenda, bæði til eins árs og tveggja. Allir félagar Ísalp sem hafa greitt árgjald 2012 eru kjörgengir en athygli er vakin á að framboð þurfa að hafa borist uppstillinganefnd fyrir 15. febrúar á netfangið uppstillinganefndisalp@googlegroups.com.

    Lagabreytingartillögur verða teknar til atkvæðagreiðslu ef þær berast, en líkt og framboð þurfa þær að berast minnst 10 dögum fyrir aðalfund, þ.e. fyrir 15. febrúar.

    Lögum samkvæmt ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum mála. Lög félagsins má finna hér.

    Stjórn Isalp hvetur félaga að fjölmenna á aðalfund.

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.