Re: Svar:Bakpokar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Bakpokar Re: Svar:Bakpokar

#54516
2808714359
Meðlimur

Sælinú félagar, ég fór í gegnum þessar pælingar síðasliðið vor og möguleikarnir eru endalausir. Ég hef átt helling af bakpokum en í raun alltaf frekar ódýra poka sem hafa ekki verið sérlega góðir. Í vor ákvað ég að láta verða af því að kaupa mér góðan poka fyrir ísklifrið en vildi auðviðtað að hann mundi duga fyrir allt hitt.

Ég vildi fá poka sem væri gott að bera, hefði pláss fyrir ísklifurdótið, hefði skíða og brettafestingar, festingar fyrir ísaxir og brodda, útbúinn fyrir vatnspoka og með græjulykkjur á mittisól. Ég vildi líka að hægt væri að opna pokann á hliðinni eða einhverstaðar þannig að maður þurfi ekki alltaf að grafa eftir dótinu sem vantar.

Ég endaði á Dauter Guide 45. Þessi poki er með allt sem ég vildi, það er að vísu ekki uppgefið að hann sé með brettafestingar en broddafestingarnar eru mjög góðar fyrir brettið. Ísaxafestingarnar eru frábærar, axirnar dingla ekki á pokanum. Ég get ráðið hvort pokinn er einna eða tveggja hólfa.

Þetta er langbesti poki sem ég hef borið. Ég er búinn að ganga fullt af stuttum ferðum með hann en ég hef líka farið í 18klst ferð á Hrútfellstinda, 21klst Glerárdalshring og 11klst ferð kringum Öskju án þess að finna fyrir særindum eða þreytu af pokanum.

Það hefði verið gott að hafa netvasa einhverstaðar utan á bakpokanum fyrir blauta vettlinga og svoleiðis.

Ég keypti pokann í vor í Útilíf á uþb. 24000 kall en veit ekki hvað hefur gerst síðan.

Annars er fínt að kíkja á http://www.Spadout.com til að finna ódýrasta gírinn. Þeir leita að ódýrustu vörunum hjá útivistaverslununum í Bandaríkjunum.

kv
Jón H