Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51971
2704735479
Meðlimur

Það er ekki hægt að taka afstöðu til þessa máls án þess að fá nákvæmlega að vita hvernig skilmálar sölunnar hljóða. Hvernig væri að koma með þá upp á borðið og hætta svona söluræðum sem verða ekki til neins annars en að pirra fólk og ala á tortryggni.

-verður skálinn endurgerður/gerður upp í upprunalegri mynd (ekki stækkaður)?
-hvers vegna vill FÍ ekki að þetta sé samstarfsverkefni ÍSALP og FÍ?
-hvers vegna þarf ákvarðanataka að eiga sér stað svona hratt (minna en tvær vikur frá því hugmyndin var kynnt -ætti ekki frekar að boða til félagsfundar til þess að kynna málið og ganga svo til atkvæðagreiðslu um það á aðalfundi)?
-hvernig skal útfæra að ÍSALP félagar hafi forgang að skálanum yfir vetrarmánuðina?
-varðandi verðmat skálans: er hægt að uppreikna verð skálans út frá því að hann var gjöf fyrir 30 árum? Tímar eru gjörbreyttir í dag bæði hvað varðar verð á eignum og landi og hvað varðar nýtingu og verðmæti óspilltrar náttúru.

ást og umhyggja