Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51970
0312487369
Meðlimur

Sutt framhald vegna svara við innleggi mínu:

Ég er ekki félagi í FÍ og veit svo sem ekki hvað menn hugsa þar um skálann en get ekki ímyndað mér að hann verði rifinn, látinn grotna niður eða felldur inn í e-s konar hálendismiðstöð. Eina vitræna verkefnið er að gera skálann vistlegan og hafa hann í sem næst upprunalegu horfi – í virðingarskyni við brautryðjendur fjallamennsku og til góðra nota því þannig viljum við að skálar standi undir nafni. Orð sem ég sá í einhverju innlegi um að FÍ standi jafnvel öndvert fjallamennsku eða eignarhald ÍSALP á skálanum sé trygging fyrir aðgengi að svæðinu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og þá heldur ekki undarlegur ótti um að Tindfjallasvæðið stefni í að lokast allri útivist eða verði gert að sérsvæði FÍ eða einhverra annarra (?). Ég hélt að á milli þessara tveggja félaga ríkti ekkert nema velvild og svo verði meðan bæði starfa. Er það misskilningur? Ég bendi aftur á að vegferð Tindfjallaskála og Bratta hefur hvorki skaðað né ýtt undir starf ÍSALP svo neinu nemi og furða mig á að menn skuli leggja sölu þess fyrrnefnda að jöfnu við næstum dauða ÍSALP eða fara allt i einu að veifa formlegri tengingu klúbbsins við FÍ með háðsorðum (eru deildir FÍ annars einhvers konar samsafn aumingja?). Engum hefur dottið sú tenging í hug fyrr en nú og vandséð að hún komi málinu við í alvöru. Hitt er svo annað mál að menn geta haft áhyggjur af raunverði skálans sem var gjöf á sínum tíma eða af formsatriðum varðandi ákvörðun um sölu eða ekki sölu – ég hef því miður ekki sett mig inn í þau mál. Þurfi meiri umræður, ítarlega greinargerð og nokkra fundi, kannski eins og einn með FÍ-mönnum, þá það, en lendum þessu máli altént fyrir næsta sumar.

Ari Trausti