Re: svar: Tindfjallaskálinn

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn Re: svar: Tindfjallaskálinn

#51927
0801667969
Meðlimur

Viðar minnist á einhverjar skuldbindindingar sem fylgja sölunni. Væri hægt að fá að vita hverjar þær eru? (arnialf@vortex.is). Er ekki alveg á hreinu að skálanum verði viðhaldi í núverandi mynd verði af sölu? Ég sé ekki betur en ferðafélögin keppist nú um að kaupa upp alla kofa og skálalóðir sem hægt er að komast yfir á þessum slóðum. Ég vona að FÍ sé ekki bara í þeim hugleiðingum að komast yfir lóð.

Fyrir tæpum þremur áratugum fór ég í mína fyrstu ÍSALP ferð í Tindfjallaskála. Farið var með rútu á föstudeginum frá Grensásveginum og gengið um nóttina upp í skála. Ætli það hafi ekki verði ca. 20 manns í túrnum. Mér er minnistætt að gríðarlegur hiti var á loftinu í skálanum enda þétt legið og mikið kynt.Mikill þorsti sótti að mér. Ég fann vatnspelann minn, að ég hélt, í myrkrinu og tók gúlsopa. Ansi var vatnið orðið rammt því mér svelgdist á. Þarna var á ferð eðalkoníak sem legunautur minn hafði verið að sulla í um kvöldið. Þessar ferðir höfðu heilmikinn ævintýrablæ yfir sér.

Suðurjöklahringur er ein magnaðasta gönguskíðaferð sem í boði er. Tindfjallaskálinn skipar stóran sess í þeim ferðum enda hefst túrinn á að skrölta frá Fljótsdal og upp í skála að kvöldi. Fyrir tíma GPS var oft heilmikið mál bara að finna skálann. Já það var í þá gömlu góðu daga þegar það var ævintýri að komast frá A til B. Að klára svona túra var bara fyrir ofurmenni. Já maður á góðar minningar úr skálanum.

Kv. Árni Ofurmenni