Re: svar: Slys í munkanum

Home Umræður Umræður Klettaklifur Slys í munkanum Re: svar: Slys í munkanum

#53076
Smári
Participant

Já þetta slapp betur en á horfðist!

mín útgáfa af sögunni er eitthvað á þá leið:

Ég var staddur með 6 nemendur af íþróttabraut Háskóla Íslands í munkanum en þessir nemendur eru í valnámskeiði í klettaklifri. Ætlunin var að eyða helginni fyrir norðan í klifur í ofanvað og jafnvel leiðslu í boltum.

Þegar við komum byrjuðum við á að koma fyrir línu í toppakkeri í Talíu 5.7. Að því loknu var ætlunin að koma fyrir toppakkeri í Hornið 5.5. Ég leiddi af stað og freistaðist aðeins of langt til hægri þar sem tryggingamöguleikar virtust betri. Setti inn hnetu í flöguna (sem ég komst að seinna að er laus) fannst hún léleg og setti inn aðra rétt fyrir ofan. Þaðan ætlaði ég að hliðra tilbaka í Hornið. Var samt ekki allveg sáttur við þessar hnetur þannig að ég setti inn eina enn í sprungu fyrir ofan flöguna, þessi virtist vera skotheld!!! Þessu næst bað ég nemandann sem tryggði mig að taka inn slaka til að ég gæti sest til að spjalla aðeins við þau. Ég sest og það næsta sem ég veit er að ég er í frjálsu falli, ég bíð eftir að línan taki í en það gerist ekki. Ég lendi á flötum hallandi steini og enda svo á bakinu fyrir neðan hann. fann starx að ökklinn var ekki í lagi en fann hvergi annarstaðar til.

Bað nemendur um að hringja á neyðarlínuna og biðja um hjálp þar sem að það var augljóst að ég færi ekki fótgangandi upp á veg. Vakthafandi læknir sem kom á staðinn og leit á ökklann var ekki lengi að álykta að um brot væri að ræða, læknir á slysadeild var einnig nokkuð viss um að öklinn væri brotinn. Röntgen leiddi hins vegar í ljós að öll bein eru heil. Væntanlega er um slæma tognun eða slitin liðbönd að ræða.

Feillinn liggur væntanlega í því að ég gerði mér ekki grein fyrir því að tvær hnetur sem ég setti í voru milli veggjarins og stórrar flögu sem er laus. Þegar efsta hnetan klikkar dett ég smá vegalengd áður en næsta hneta tekur í en krafturinn sem fallið hefur leyst úr læðingi hefur komið flögunni af stað og tvær næstu hnetur því gangslausar.

Það má með sanni segja að ég hafi verið heppinn að ekki fór verr, þegar maður groundar eftir 7,1 m (sú vegalengd sem rannsóknarlögreglumaður mældi að fallið hafi verið) dettur manni ekki í huga að maður sleppi eins vel og raunin varð, tognaður ökkli eða slitin liðbönd!

Þess má geta að ég er búinn að henda frá mér hækjunum og geng um haltrandi og er staðráðinn í að ná komandi ísklifur og skíðaseasoni.

kv. Smári