Re: svar: Skaftá í Langasjó – ekkert kjaftæði

Home Umræður Umræður Almennt Skaftá í Langasjó – ekkert kjaftæði Re: svar: Skaftá í Langasjó – ekkert kjaftæði

#51479
1704704009
Meðlimur

Þjóðgarðsmálið var rætt á vettvangi SAMÚT í vetur – og Ísalp er aðili að SAMÚT (Samtök útivistarfélaga). Ráðamenn hafa verið látnir hlusta á gagnrýnina auk þess sem skoðunum SAMÚT var komið á framfæri við fjölmiðla. Ég vildi bara halda þessum staðreyndum til haga ef Ísalparar óttast að enginn heyri kvart og kvein hér á vefnum.

Það er síðan í höndum stjórnar Ísalp að ákveða hvort klúbburinn fari einsamall í umhverfisbaráttu eða í félagi með öðrum félögum. Allt um það, hér er lesefni, sem gæti hugsanlega hafa farið framhjá fólki þegar umræðan fór fram. (Eftirfarandi var sett á ísalpvefinn strax að loknum fundi um þessi mál, og var það gert í því skyni að upplýsa ísalpfélaga um það sem var verið að gera í þessum málum.)

„Ályktun Samtaka Útivistarfélaga 23. janúar 2007.

Frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð

Samút fagna hugmyndum um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en gera jafnframt alvarlegar athugasemdir við þá útfærslu er nú liggur fyrir Alþingi. Með þjóðgarðinum er ætlunin að stíga stórt skref til verndunar miðhálendisins og ýta undir nýtingu þess fyrir ferðamennsku í sátt við náttúruna. Útivistarfólk hefur um áratugi ferðast um það svæði sem Vatnajökulsþjóðgarður mun ná yfir og í hópi þess eru þeir sem best þekkja hálendið. Markmiðum frumvarpsins verður því ekki náð nema með góðri sátt og samvinnu við útivistarfólk og beinni aðkomu fulltrúa þess að ákvörðunum um ferðamennsku innan þjóðgarðsins.

1. Unnið án samráðs

Ekkert samráð hefur verið haft við Samút eða nokkurt félag útivistarfólks, notenda um útfærslu og stjórnsýslu þjóðgarðarins.

2. Þjóðgarðsstjórn

Ekki er gert ráð fyrir því að samtök Útivistarfélaga eiga ekki fulltrúa í stjórn(um) þjóðgarðsins. Farsælla er að fulltrúar þeirra sem nýta landið til útivistar eigi fulltrúa í þjóðgarðstjórn og í raun ómögulegt fyrir þjóðgarðsstjórn að henda reiður á umfangi og þörfum útivistar og ferðamennsku án beinnar þátttöku útivistarmanna.

3. Almannaréttur og umferð

Reglur um almannarétt og umferð eru óljósar. Útivist og umferð á þessu landsvæði á sér langa sögu og hefðir. Engir eru betur færir að fjalla um almannarétt og umferð en fulltrúar þess fjölbreytta hóps sem nýtir landið til útivistar. Í ljósi þess er aftur minnt á nauðsynlega aðkomu útivistarmanna að undirbúiningi og stjórn þjóðgarðsins.

4. Aðkoma að ágreiningsmálum

Ekki er kveðið á um að leita skuli umsagnar samtaka útivistarfólks varðandi útfærslu á þeim lögum sem hér um ræðir og Samút er ekki gefið færi á að kæra ákvarðanir til umhverfisráðherra og situr því skör lægra en t.a.m. umhverfisverndarsamtök.

Enn og aftur er því minnt á þörfina á því að notendur landsins (Samút) eigi fulltrúa í þjóðgarðsstjórn(um).

5. Gjaldtaka

Ákvæði um gjaldtöku fyrir aðgang að einstökum landsvæðum innan þjóðgarðs eru óljós. Slík gjöld eru óþekkt hérlenis og orka tvímælis gagnvart almannarétti og upplifun og aðgengi útivistarmanna að eigin landi.

6. Verndaráætlun.

Verndaráætlun er ekki til fyrir Vatnajökulsþjóðgarð en skal unnin innan tveggja ára.

Verndaráætlun innifelur m.a. skipulag umferðar og aðgengi og er brýnt að fulltrúar notenda séu þáttakendur í slíkri vinnu. Enn og aftur er því minnt á þörfina á því að Samtök Útivistarfélaga eigi fulltrúa í þjóðgarðsstjórn(um).“