Re: svar: Páskaklifur i Reykjavikurkjordaemi nordur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Páskaklifur í grennd við Borgarnes Re: svar: Páskaklifur i Reykjavikurkjordaemi nordur

#54097

„Ekki er allt sem sýnist“ lýsir þessari leið, eða öllu heldur heildarpakkanum, þ.e. aðkomu, klifri og niðurgöngu mjög vel. Get ekki beðið eftir að prófa hana aftur í ögn þurrari aðstæðum, má vera þunn en þessi sturta var ekki beint það sem maður er að sækjast eftir í þessu sporti.

Annars kíktum við Skabbi í Stardalinn á föstudaginn leiðinlega og áttum þar ágætt sessjón. Hvínandi norðanrok en ágætis skjól undir hnjúknum.

Var staddur í gær á Snæfellsnesinu norðanverðu og gekk á fjall sem heitir Bjarnarhafnarfjall, rétt við Bjarnarhöfn einmitt. Það var fínasta brölt og gott útsýni til allra átta. Hörku vetraraðstæður í gangi þarna uppi og lítið sem minnir á sumarið.

Enn er slatti af ís í Mýrarhyrnunni en ég skal ekki segja nánar um ástandið á þeim ís eftir vorveðrasviptingarnar. Keyrðum svo undir Búlandshöfðanum og þar var allt löðrandi af ís, sérstaklega á einum stað þar sem eru flottar leiðir sem maður hefur heyrt af en aldrei kíkt á. Ætla að henda inn myndum á eftir.