Re: svar: Ísklifurfestivali lokið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestivali lokið Re: svar: Ísklifurfestivali lokið

#48471
Siggi Tommi
Participant

Sammála flestu hér að ofan og leiðinlegt hvað samskiptin virtust fara fyrir ofan garð og neðan.
Með samskiptaleysi þá meina ég að þeir sem voru efst vissu ekki hversu alvarlega salibunu Russell fór með flóðinu og skildist að hann hefði komist út úr því strax.
Hitt er svo aftur að málið var ekkert rætt þegar komið var niður á Ísafjörð aftur og sumir á staðnum vissu ekki einu sinni almennilega hvað hafði gerst (fréttu það ekki fyrr en nú í vikunni).
Þar sem ekki er um fararstýrðar og formlegar ferðir að ræða í svona viðburðum og fólk á staðnum á mjög misjöfnum aldri (frá 17-40 ára) og með mismikla reynslu (frá algjörum byrjendum til þaulreyndra klifrara), þá er væntanlega erfitt að hafa eitthvert æðstavald sem ákveður blátt áfram hvað eigi að gera. Held þó að þeir reyndustu eða þeir sem þekkja aðstæður á staðnum (alls ekki að skjóta á heimamenn eða þá reyndari í hópnum, heldur meina almennt séð) væru heppilegastir til að vera ráðgefandi og sýna fordæmi með því að taka mið af aðstæðum (snúa við ef þurfa þykir). Það er svo alltaf undir hverjum einstaklingi komið hvort þeir láti segjast og snúi við því menn eru þarna á eigin ábyrgð en menn verða þó að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir því að mistök hjá þeim geta haft áhrif á aðra og/eða skaðað t.d. ímynd klúbbsins eða fjallamanna almennt. Mikið í húfi s.s. bæði hvað varðar heilsu fólks og líf og ímynd okkar, sem er líklega mjög viðkvæm og mikilvægt að halda góðri úti í þjóðfélaginu.

Gott mál samt að ekkert alvarlegt gerðist og þetta er vonandi eitthvað sem menn læra af, bæði hvað varðar mat á aðstæðum og eins varðandi skipulag almennt (hausatalningu og heilsutékk manna á milli ef eitthvað bjátar á).
Þó þetta hafi verið skuggalegt allt saman, fáránlega mikil keyrsla (10+8 tímar með einhverju tjóni á bílnum…) og frekar litlu ísklifri, þá var þetta mjög lærdómsríkt og gaman að taka þátt í svona viðburði. Vonandi að maður sjái sér fært að mæta að ári!

Tók eitthvað af myndum sem ég vonast til að koma yfir á mínar síður á næstu dögum (kemur í ljóst hvort eitthvað bitastætt er þar að finna).