Re: svar: ís-aðstæður

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur ís-aðstæður Re: svar: ís-aðstæður

#53690
AB
Participant

Frábærar myndir, Gummi!

Við Freysi boltuðum Helvítis fokking fokk fyrir nokkru.

Við Sissi klifruðum þessa leið á annan í jólum og þá var nánast enginn ís á svæðinu. Við gátum tryggt í íslausar sprungur neðst í leiðinni. Þegar ég kom aftur á svæðið í janúar þá voru sprungurnar ísfylltar og ekki gerlegt að tryggja með dóti.

Við Freysi ákváðum þá að bolta leiðina. Sama dag gerði ég tilraun til að klifra nýtt afbrigði af leiðinni, beint yfir vænt þak sem farið er hægra megin við þegar H.F.F. er klifruð. Það hafðist ekki í þeirri tilraun. Við ætluðum að klára þá leið áður en boltunin yrði opinber. Svo kom hláka…

Upprunalega Helvítis fokking fokk er töluvert auðveldari þegar ís er neðst í leiðinni, á að giska M4. Leiðin er vel boltuð og því kjörin sem fyrsta mixleið fyrir byrjendur. Skemmtileg leið – njótið!

AB