Re: svar: Hraundrangi – drög að leiðarvísi tilbúin

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hraundrangi – drög að leiðarvísi tilbúin Re: svar: Hraundrangi – drög að leiðarvísi tilbúin

#53062
Jokull
Meðlimur

Gott framtak og vel útfært.
Nokkrir punktar.
Flestir eiga ekki 70m línur og það sem hefur reynst mér best bæði á eigin vegum og með kúnna er að klifra sjálfan dranginn í 2 spönnum og stoppa í millistansinum. Þegar þú síðan sígur niður að þá geturðu sigið alla leið frá milli stansinum yfir gilið góða á stíginn sem liggur uppað gilinu og labbað þaðan niður. Í þessari útfærslu er ekkert mál að nota 60m línur, það er skemmtilegra að klifra 2 styttri spannir en eina langa með tilheyrandi línutogi ef menn eru að setja inn tryggingar og þú sígur í tvígang eins og ef þú værir með 70m línur.
Ég bætti við góðum fleyg í millistansinn í sumar þannig að hann er eins góður og hann getur orðið miðað við aðstæður……….

Rétt að minna á að allar tryggingar sama hvort þær eru fixaðar eða innsettar af klifrara eru í besta falli tæpar eða lélegar…..

Lang skemmtilegast er að klifra þessa ágætu malarhrúgu á veturna þegar allt er samanfrosið.

Svo er nú önnur leið þarna sem kannski er vert að minnast á ??

Ef þig vantar meiri uppls geturðu bjallað í mig 698 9870

Annars mjög flott og spennandi að sjá næstu vísa..

Jökull Bergmann
UIAGM Fjallaleiðsögumaður