Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri

Home Umræður Umræður Almennt Heft aðgengi að Valshamri Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri

#51613
0508693779
Meðlimur

Tek undir með Ívari.

Eftir því sem ég best veit eru lögin okkar megin. Ekki er hægt að hefta aðgang að nátttúru landsins nema farið sé yfir ræktarland.
Auðvitað viljum við leysa svona mál í sátt og samlyndi við alla. En við verðum að leysa þessi mál án þess að gefa upp rétt okkar. Annars verður úr þessu eitt allsherjar lotterí um hvar við megum ganga og hvar vð eigum von á því að mæta hótunum og leiðindum. Einn góðan veðurdag getum við svo ekki farið rassgat af því að einhverjir góðborgarar eru búnir að kaupa allt.
Ég er sjálfur uppalinn í sveit og þar var aldrei litið hornauga á fólk sem vildi skoða sig um eða klifra. Þetta vandamál byrjaði þegar nýríkir Reykvíkingar byrjuðu að eigna sér lönd – spurningin er bara hvenær kaupa þeir Valshamar og girða hann af…. Það gæti gerst ef hagsmunasamtök (lesist: stjórn Ísalp) eru ekki á tánum og halda rétti okkar.

Vandamálið er rétt að byrja núna – og lögfræðimenntaðir Ísalparar ættu að byrja að skoða það strax. Ef ekki þá verður þetta stærsta vandamál íslenskra útivistarunnenda eftir ca. 10 ár.