Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri

Home Umræður Umræður Almennt Heft aðgengi að Valshamri Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri

#51614
Skabbi
Participant

Stjórn Ísalp er ekki hagsmunasamtök sem berst fyrir réttindum allra útivistarmanna. Né hefur stjórnin á að skipa lögfræðiteymi sem við sigum á þá sem troða okkur um tær.

„Denny Crane representing Ísalp, your honor!“ Neibb…

Stjórn Ísalp er málsvari fólks sem fílar fjallamennsku. Félagsmenn Ísalp vilja halda áfram að klifra í Valshamri, stjórnin vill gjarnan koma málum svo fyrir að það sé hægt í sátt við nágranna klettsins.

Málið snýst ekki um rétt okkar til að klifra í Valshamri, það snýst um að fá að nota vegi sem sumarbústaðfélagið í Eilífsdal á og að finna leið að klettinum sem ekki felur í sér að við þurfum að ganga í gegnum garðinn hjá fólki. Að ætla að skella e-i lögfræði framan í menn er síst til þess fallið að liðka um í samskiptum okkar við sumarbústaðaeigendur.

Skabbi

PS. Fyrst minnst var á félagatalið, þá er ekki og seint að ganga í klúbbinn og borga árgjaldið. Ha strákar…