Re: svar: Fjallaskíðun á Akureyri/Norðurlandi

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Fjallaskíðun á Akureyri/Norðurlandi Re: svar: Fjallaskíðun á Akureyri/Norðurlandi

#53290
0902703629
Meðlimur

Jamm…af nógu að taka hér á Norðurlandi…snævi þaktir tindarnir hreinlega kalla á mann…

Annars jú, jú nokkuð hart um daginn en mun mýkra þessa dagana. Hryggir annars tignarlegra fjalla standa enn upp úr og grjót og þúfur á stöku stað…en alltaf hægt að finna sér lænur til að skíða, – bara spurning um hversu mikið þú elskar skíðin þín!

Mæli með tveggja ára ferðalagi um Tröllaskaga…;)

…en fyrir utan það sem nefnt hefur verið hér að ofan þá er alltaf hægt að taka lyftu upp á skíðasvæðinu í Hlíðararfjalli, labba upp á Brúnina og skinna yfir Vindheimajökul upp á Strýtu eða Kistu og skíða niður. Auk þess er hægt að hafa ferðina styttri og skella sér upp á Bungu eða Blátind og skíða niður Hlíðarfjallsskálina.

Þá er ekki amalegt að skella sér niður snævi þaktar hlíðar Kerlingar, en mundi samt heldur mæla með því þegar sól fer að hækka á lofti, ferðalagið tekur töluverðan tíma.

Auk þess er bæjarfjallið Súlur auðveld bráð en í áttunum sem ríkt hafa undanfarið sýnist mér undirlagið fremur þunnt. En ég mæli sérstaklega með að fara niður austurhlíðina og enda í „skóg“-lendinu fyrir ofan Kristnes, þá fær maður það á tilfinninguna að maður sé í útlöndum ;)

Að síðustu mæli ég með svæðinu í kringum Siglufjörð sem er stórkostlegt svæði. Siglfirðingar opnuðu skíðasvæðið fyrir einhverju síðan og þar er sérstaklega skemmtilegt að renna sér utanbrautar og afmeyja óspjallaðar hlíðar.

Sving,
Kristín