Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

Home Umræður Umræður Almennt Aðalfundur Ísalp 2008 Re: svar: Aðalfundur Ísalp 2008

#52491
0808794749
Meðlimur

Varðandi fundarstjórn og fundarritun/gerð.

Margt var sagt og ritað á aðalfundi.
Biðst ég velvirðingar hafi ég ekki haft rétt eftir fundarmönnum. Þær athugasemdir eru hér með komnar til greina og verður breytt í fundargerð.

Ég get viðurkennt það að mér þykir það ekki létt verk að skrifa fundargerð á slíkum fundi, þar sem fundarstjórn er kannski ekki með formlegra móti og framm-í-köll stunduð af miklum móð.

Karl, ég tók því svo sem þú hefðir komið með tillögu um að fundur ályktaði um efnið, en einhvern vegin fór það framhjá mér að fundurinn hefði tekið afstöðu formlega um þessa ályktun. Það getur vel verið að mér skjátlist þar.

Kæra KFR (sem ég ranglega skammstafa K.R.). Þegar kom að athugasemdum ykkar Kristínar og Hjalta missti ég nánast þráðinn. Það sem ég setti niður á blað var eins og ég skildi það og ekki bárust mér athugasemdir frá öðrum stjórnarmeðlimum sem plaggið lásu. Hjalti ég harma það að þú hafir ekki fengið þinn sess í fundargerð.
Kannski væri vert að ný stjórn hitti stjórn KFR og ræði mál eins og aðkomu Ísalp að klettafesti og þrif eftir gleðisamkomur í húsi, enda virðist það liggja þyngra á hjarta stjórnar KFR en undirrituð gerði sér grein fyrir.

Að lokum vil ég þakka óskir um velfarnað, ný stjórn hlakkar til að takast á við verkefnin sem framundan eru.