Re: Re:Polar Cicus

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Polar Cicus Re: Re:Polar Cicus

#55089

Hæ hæ við vorum að skríða heim eftir frábæra ferð til Kanada. Klifruðum helling og fengum að smakka á alvöru púðri. Klifruðum meðal annars Weeping wall, Louise falls, Gibraltar wall, Bourgeau left ofl ofl. Enduðum svo ferðina á því að klifra Polar Circus sem er alveg meiriháttar leið. Aðstæður voru ágætar en mikill kuldi og stökkur ís, þónokkur snjór. Ég var hálf slappur upp alla leiðina og náði ekki hita í líkaman. Þegar við áttum eftir 2 spannir upp á brún byrjaði ég að spúa eins og múkki og var ekki alveg upp á mitt besta. Þannig að Berglind endaði á því að leiða tvær erfiðistu spannirnar og draga kallinn ælandi á eftir sér. Leiðin er 700m þar af um 500m af ís. Fyrstu spannirnar auðveldar en síðustu 5 spannirnar WI 4-5. Sigum 9 sinnum með 60m línu en hefði hentað betur í þessari leið að vera með 70m línu! Ævintýrið tók 11 klst frá bíl í bíl.
Verður gaman að fylgjast áfram með Golden genginu. Af nógu að taka fyrir þá ;)
Myndir væntanlegar…..

Arnar og Berglind