Re: Re:Lambárhnjúkar

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Lambárhnjúkar Re: Re:Lambárhnjúkar

#54336
0808794749
Meðlimur

Ég, Björk og Elín Marta skíðuðum fyrir norðan um þar síðustu helgi.
Þar sem þetta var fyrsta ferð okkar í Hvalvatnsfjörð stefndum við á Lambárhnúkinn sem allir tala um.
Sökum risaskafls með vatnssósa snjó á háheiðinni komumst við ekki að Gili. Hið eina augljósa í stöðunni var að arka austur yfir dalinn og fara á næsta góða topp. Höfum við aldrei vaðið jafn vatnsmikla á, með skíði á bakinu en það var þess virði því bunan ofan af toppinum, sem mér sýnist að heiti Digrihnúkur, var þess virði.

Það má því greinilega skíða fleiri línur en niður Lambárhnúk í Hvalvatnsfirði. Heyrðum við einnig af því að norðar (innar eða utar í firðinum???) megi svo finna lítt skíðaðar leiðir. Kannast einhver við þá toppa?

Þessa helgi skíðuðum við líka Kalbakinn en þar uppi var blíðan svo mikil að nauðsynlegt var að renna sér á stuttbuxum!

Þetta var fínn endir á góðum skíðavetri.

kv.
Sveinborg