Re: Re:Flottar skíðamyndir frá Fróni

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Flottar skíðamyndir frá Fróni Re: Re:Flottar skíðamyndir frá Fróni

#55565
0703784699
Meðlimur

Það hefur verið að falla ansi blautur snjór niður hér sunnan heiða í allan dag…vonum bara að þetta verðir kaldur vetur með miklum snjó.

En varðandi split að þá hefur verið ritað ansi mikið um það hér á síðunni….ef maður reynir að súmmera það upp þá virka þessi bretti miklu betur en björtustu menn þorðu að vona, bara að skella sér á einn grip. Ég á ennþá til eitt Voile split kit (vantar bara split bretti frá Burton eða Voile og snjóbrettabindingar til að græjan virki ef einhver vill bjóða í það, það er ónotað).

Eini gallinn við þetta eru mjúku brettaskórnir, nema þú ætlir þér að vera á stífum skóm. Mjúkir skór eru bestir á niðurleiðinni en geta verið til trafala þegar þú þarft að sparka spor í harðan snjó, en hver rennir sér svosem í hörðum snjó og ef svo er þá hefur maður bara einn skíðavitleysinginn með sér til að fara á undan…

Gimp