Re: Re: Þráin við Háafoss í þjórsárdal er í aðstæðum.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þráin við Háafoss í þjórsárdal er í aðstæðum. Re: Re: Þráin við Háafoss í þjórsárdal er í aðstæðum.

#55877
Siggi Tommi
Participant

Glæsilegt hjá gömlu sekkjunum… :)

Þetta er einstaklega glæsileg leið. Synd að þið voruð bara tveir á ferð – væntanlega engar verðlaunamyndir úr túrnum en við hlökkum til að sjá eitthvað samt.

Við fórum uppeftir um miðjan desember um árið og þá var komið smá snjófjúk og ekki fært nema fyrir stærstu blöðrubíla því litla lægðir kaffylltust af púðursnjó.
Það er því lag að drífa sig sem fyrst. Tekur um 2 tíma að rúlla þarna úr borginni. Erfitt að komast þarna síðar um veturinn nema á blöðrum og/eða snjósleða…

Annars fórum við Strákúst (Ágúst s.s.) í Gufunesturninn í gær til að ná síðasta túr fyrir hlákuna miklu. Vorum frá hálftíu og fram yfir miðnætti í afar hressandi aðstæðum. Kertað og pípandi var mottóið.
Smá skrekkur í okkur fyrst en svo var þetta bara hreinn unaður og mjög skemmtilegt klifur (3 megin línur hægra megin, ekkert vinstra megin). Algjör snilld að geta komist í æfingaaðstöðu þarna uppfrá. Vonum að hlákan skilji eitthvað eftir…