Re: Re: Scarpa eða La Sportiva

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Scarpa eða La Sportiva Re: Re: Scarpa eða La Sportiva

#56650
Arni Stefan
Keymaster

Hæhæ
Ég er búinn að ganga á Nepal Extreme frá La Sportiva í u.þ.b. eitt og hálft ár núna. Þeir hafa reynst mér mjög vel en ég er búinn að nota þá bæði í stuttar göngur (bæði með og án brodda) ísklifur og lengri ferðir. Þar sem þeir eru úr leðri eru nægilega mjúkir til þess að hægt sé að ganga á þeim í sléttu og einföldu landslagi (reyndar alltaf pínu kjánalegt á malbiki eins og gefur að skilja), en þá reima ég þá bara aðeins lausar. Sem fullstífir skór eru þeir síðan frábærir í brattara og erfiðara landslag og klifur. Þeir taka mjög vel við broddum, hvort sem það eru ólabroddar eða smelltir broddar.
Varðandi hvora skóna þú ættir að fá þér þá veit ég að þeir sem hafa átt báðar gerðir segja að þær eru mjög sambærilegar, Scarpa skórnir eru víst heldur breiðari. Þegar kemur að svona fjárfestingu skiptir meira máli hvor týpan hentar þínum fæti betur, ekki kaupa skó sem særa þig; þeir lagast eitthvað örlítið að fætinum þínum en svona skór eru það stífir að það er mjög lítið, þeir verða að passa.
Að lokum varðandi Nepal Extreme á móti Nepal Evo. Evo skórinn er aðeins léttari (200g minnir mig), en þeir endast víst ekki jafn vel og Extreme útgáfan sem gæti skipt þig máli ef þú sérð fram á stórfellda notkun.