Re: Re: Ísalparar í skottúr til Grænlands

Home Umræður Umræður Almennt Ísalparar í skottúr til Grænlands Re: Re: Ísalparar í skottúr til Grænlands

#56862
Sissi
Moderator

Það var amk. hægt að skutla okkur um þarna á milli staða en það fer svolítið eftir dögum og vindátt hvar ísinn safnast fyrir og hversu langan tíma allt tekur. Þeir eru ótrúlega seigir að troða sér í gegnum ísinn en mér skilst að þessi rúmlega hálftími frá Kulusuk til Tasiilaq geti tekið 6-8 tíma ef allt er í steik.

Hittum líka norska stelpu sem var að fara að gæda hóp þarna og planaði síðan skutl upp ströndina og skíðagöngu yfir á vesturströndina með vinum sínum, svo það hlýtur að vera opið. Hægt að fylgjast með þeim þegar þau leggja í hann á http://www.hvitserk.no/

Ísalparar þurfa klárlega að rifja upp gömul kynni við Grænland, endalaust af verkefnum og 1:30 í ferðatíma, gæti verið verra.