Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Umræður Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56944
0503664729
Participant

Þessi hugmynd um ‘opnun Þríhnúkahellis fyrir almenning’ er svo fjarstæðukennd að mér er með engu móti fært að skilja hvernig sumt af þessu fólki vill leggja nafn sitt við slíka eyðileggingu á einu stórbrotnasta náttúruunduri á Íslandi.

Mér dettur einna helst í hug að þessi EHF hópur sé fyrst og fremst að hugsa um að skapa sér vinnu við að selja pulsur í sjoppu við gíginn á sínum efri árum. Almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög o.fl. eiga síðan að borga sjoppuna og gatið fyrir EHF hópinn. Brellurnar sem EHF hópurinn notar til að klófesta ráðherra, þingmenn, bæjar- og borgarstjórnarfólk, svo ekki sé talað um þá aðila sem koma að hugsanlegri leyfisveitingu eða umsögn, er með öllum ólíkindum. Það er eins og hópurinn sé búinn að sannfæra fólk um að hér verði um mikla uppsprettu gróða að ræða, Kópavogi verði komið á heimskortið og hinn blóðmjólkaði túristi verði fyrir mikilli upplifun við að standa í þvögu á stálgrind í hellinum. Ekkert af þessu er rétt.

Þetta er komið langt út fyrir alla skynsemi og snýst ekkert um ‘að opna hellinn fyrir almenning’ eða að ‘vernda’ hellinn. Þetta yrði ekkert annað en eyðilegging. Við eigum að sjálfsögðu að standa vörð um náttúruna og að hún fái frið fyrir svona fólki. Sorglegt að þurfa að standa í slíku.