Re: Re: Dagsferð á Þumalinn

Home Umræður Umræður Almennt Dagsferð á Þumalinn Re: Re: Dagsferð á Þumalinn

#57076
Karl
Participant
Björn Oddsson wrote:
Ég skora á ykkur að googla „Vatnajökulsþjóðgarður“ og „hjólreiðar“. Þá finnið þið ýmsar ályktanir, skýrslur og reglugerðir um málefnið.
kv.
Björn

Þetta er rétt.
Í fyrstu útgáfunni voru allar hjólreiðar bannaðar, -líka uppi á jökli.

Það er slæmt að regluverk þjóðgarðsins virðist að miklu leyti vera ættað frá kontóristum sem aldrei hafa stundað útivist.

Ég hef trú að það megi laga þetta þ.e.a.s ef útivistarmenn gefast ekki upp á að slást við kerfið og geri einfaldlega það sem þeim sýnist réttast, óháð regluverki.
Það er margbúið að benda á mikið af þessum ambögum en í stað þess að taka þessu sem jákvæðum ábendingum þá fer kerfið alltaf í vörn. Slíkt er yfirleitt dæmi um að menn valdi ekki verkum sínum.
Í þau skipti sem ég hef strunsað Morsárdalinn þá hef ég alltaf bölvað því að vera ekki á hjóli.