Re: Gullmoli fundinn í Búahömrum

Home Umræður Umræður Klettaklifur Tapað fundið í Munkaþverá Re: Gullmoli fundinn í Búahömrum

#56906
Siggi Tommi
Participant

Ekki eru bara fersku hlutirnir að gerast á Hnappó þetta sumarið, því ný leið hefur bæst við í Búahömrum.
Hún skartar 6 eðal boltum og deilir auk þess toppakkeri með Gandreiðinni (5.10a), í Nálarveggnum fyrir miðjum hömrunum ofanverðum.

Sjá leiðarlýsingu í eldri pistli hér.
Nálarveggurinn er ca. 300-500m vestan við gilið hjá Svarta Turninum. Gengið inn að ofan… :) (sigið niður á stóra syllu undir leiðunum)
Við hlóðum litla hvíta vörðu á brúninni fyrr í sumar og stungum krokkethliði með bleiku prússíkbandi ofan í hana. Það þarf samt að merkja þetta almennilega við tækifæri.

Leiðin fær nafnið Garún Garún og gráðast í fyrstu atrennu 5.11b!
FF: Ágúst 2011. Sigurður Tómas, Valdimar Björnsson og Róbert Halldórsson.
Er töluvert flóknari og erfiðari en Gollum (5.11a) en eitthvað léttari en t.d. Sinfónía (5.11c) og fær því þessa fallegu gráðu þar til annað kemur í ljós…
Mjög teknískt háklassa klifur í góðu bergi – þurftum að mylja og skrapa burt eitthvað af dóti en það var minniháttar.
PS ekki láta ykkur bregða þó þið farið hana ekki beint af augum (onsight), því hún er töluvert snúin…

Tvöföld ástæða til að fara upp að Gandreiðinni ef menn telja varla ómarksins vert að elta uppi bara eina snilldarleið.

Myndir komnar á picasaweb.google.com/hraundrangi (Sædís myndasmiður að flestum myndunum)