Re: gott framtak — framtíðarstefna

Home Umræður Umræður Klettaklifur Leiðarvisir af Munkaþvera Re: gott framtak — framtíðarstefna

#48013
0309673729
Participant

Tek undir þetta, gott framtak! Ég er sammála þeirri framtíðarstefnu sem kemur fram í ársritinu að hafa leiðarvísa Ísalp á vefnum á opnum síðum, fyrir alla, alltaf. Eru ísalparar almennt sammála þessu?

Ég get útbúið leiðarvísa-síðu undir „Svæði og leiðir“ í efnisyfirlitinu á síðunni, þar sem fólk getur náð í leiðarvísa í fullri upplausn.

Það þarf helst að optimera ljósmyndir í leiðarvísum fyrir stærð og skýrleika í prentun. Málið er að það eru bandbreiddartakmörk á vefnum, og það kostar fullt af spesíum að fara yfir þau. Að auki eru prentarar misjafnir, eins og JHS bendir á, og því betra að ýkja kontrastinn þó það komi aðeins niðrá myndrænum gæðum. Þannig verða megin atriðin auðséðri, jafnvel á lélegum prenturum — ég get tekið að mér að fitla við myndirnar til að gera þær léttar og auðprentanlegri. Til að fólk eigi auðvelt með að höndla með leiðarvísana, er hentugast að troða þeim í pdf-skjöl.

Mér finnst reyndar persónlega teiknaðir kletta-leiðarvísar miklu skemmtilegri. Með því að troða þeim í vektor baseröð pdf-skjöl, er þeir líka léttir og auðprentanlegir á næstum öllum prenturum. — en það er talsverð vinna að gera þá, og ljósmynda-leiðarvísar eru miklu betri en engir.

Helgi Borg
vefstjóri

ps.
Ég skal mynda Pöstina í bak og fyrir næst þegar ég á leið þar hjá, ef enginn verður fyrri til.